Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, mars 22, 2008

Það er nú meira hvað ég get orðið niðurdrepandi leiðinleg þegar ég vakna á hátíðisdögum. ( mér finnst laugardagurinn fyrir páska vera hátíðisdagur )
'Eg hef bókstaflega ofnæmi fyrir mér, það lagast þó þegar ég er búin að fá mér gott kaffi og lesa eitthvað spennandi með því.
þá lifnar fýlupokinn við og fer að hugsa jákvætt og fyllist orku til að gera eitthvað skemmtilegt. Ofnæmið hverfur og sjálfsmyndin breytist í það sjálfumglaða monthænsni sem ég er í raun og veru.
Lukka tekur völdin fer í sturtu og sullar á sig alskyns boddílósjóni og setur háreyðingakrem á svarthærðu tærnar á sér,,Hún þolir ekki að vera með loðnar og svarthærðar tær) reyndar er hún með algjöra hobbitafætur nema ekki loðin á iljunum bara ofan á ristunum og á tánum. Svo fær hún sér meira kaffi og finnur svört föt til að vera í og hugsar síðan að fara út að labba og og spjalla við skemmtilegt fólk.is
Síðan afsakar hún sig með því að það sé of kalt til að labba og hangir í símanum í staðinn og talar um veðrið og vorið sem hlýtur að fara að koma, sáust ekki sumarfuglar á sveimi í gær....Íslendingar tala alltaf um veðrið...Best að taka smá rúnt á bílnum, með myndavélina og testa umhverfið, það má alltaf labba seinnipartinn....Hún lítur út um gluggann og sér að það er bústinn maður á labbi niður við sjóinn annars virðist enginn vera vaknaður í bænum. Enda ball á pöbbnum eftir tólf í gærkvöldi og margir farnir á rokkhátíðina á Ísafirði. Lukku langar á rokkhátíð.

4 Comments:

  • At 11:17 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gleðilega páska, og hafðu það gott:)

     
  • At 1:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hvenær ætlar þú að koma suður í góða veðrið??KV.Hanzka

     
  • At 8:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    það er alveg svakalega gott veður hér mín kæra kv mamma

     
  • At 10:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    já það er nú gott það er búið að vera milt og gott hér smá rining,kv.Hanna Sigga.knús.

     

Skrifa ummæli

<< Home