Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, mars 29, 2008

Jæja einhverntíman hlaut að koma aððí.. það þýðir greinilega ekki að bíða eftir því að það hlýni í veðri... ég íklæddist kuldagalla...tróð mér í hann öllu heldur, skellti grænni lambhúshettu á hausinn og fór í mótorhhjólahanskana mína og réðist til inngöngu á litla smíðaverkstæðið mitt með brauðsög og stærra kúbeinið , dró út hundrað og fjörutíu nagla með því úr loftinu, sargaði sundur fullt af plasteinangrun með brauðhnífnum og tróð upp í loft og veggi, sargaði sundur rafmagnsinntak og skutlaði því út ( það var níðþungt), lokaði fyrrverandi inngangi sem mýs hefðu getað notað en hafa ekki gert, og tók til í leiðinni, Nú hefur þetta aldeilis breyttst, Það var varla hægt að komast þarna inn en nú er fínasta pláss, samt á ég eftir að setja í hálft loftið og búa til hillur og draga út nokkur hundruð nagla í viðbót. Tók nokkrar pásur á þetta. Og síðast í kvöld horfði á brosspaugstofuna sem vakti með mér kæti. Það eru engir eins fúlir á svip og fólk sem er að spila á harmonikkur. og þau voru að spila hláturspolka. mhohoo. Nú svo er ég búin að horfa á 3/4 af bíómynd kvöldsins. Þá hringdi Svanhildur og bauð mér í hádegissunnudagsmat,,mmmm það var nú gott.
Og þá vinn ég í plastinu eins og brjálaður bavíani fyrir hádegi og fer síðan eins og hungraður úlfur að borða hrygg. Af hverju fólk tali um hungraður úlfur veit ég ekki,, sennilega máltæki úr fornöld frá forfeðrum okkar Norðmönnum,, merkilegt að 'Islendingar hafi ekki flutt inn úlfa eins og þeir eru vitlausir í að flytja inn allskonar kvikindi, eins og krókódíla og útlendar beljur, margar tegundir af hundum og karakúlhrúta ofl ofl.

3 Comments:

  • At 12:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    já ég held þetta hafi verið mikil æfing hjá þeim að spila og vera í fýlu á meðan:)hafa örugglega þurft að æfa sig mikið,já bansvítis kuldi, held að hann mætti fara í smá fríii:)

     
  • At 6:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þú misskilur þetta mín kæra þeir sem spila á harmonikkur eru alltaf svona á svipinn á meðan. það héitir harmonikkusvipur.Tíhí kv mamma þín

     
  • At 3:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hehehe við köllum nú þessa grúppu "gleðisveitinna" harmonikkuunandi

     

Skrifa ummæli

<< Home