Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, mars 14, 2008

Jú jú,ég fékk tvo málshætti sem hljóðuðu þannig "Allur er varinn góður" og"Vandratað er meðalhófið" 'Eg er nú alltaf fyrir öfgarnar Það fylgir stjörnumerkinu mínu...og þetta með meðalhófið...Hmm veit það nú ekki...Og vinkona mín sem var hér í gærkvöldi fékk málsháttinn "Vinum er vandi sannsöglum að vera" út frá því fengum við hressilegt hláturskast...Sem er hollt og gott...Svokölluð hreinskilnisköst geta aftur á móti verið hvimleið og dapurleg ef þau eru sprottin af illgirni sem kraumar undir niðri. Undanfarna daga hef ég verið innan um unglingana og leikfélagið og það er alveg yndislegt hvað þetta eru góðir krakkar, og þeir fullorðnu sem koma að þessu er samhent lið og úrræðagott og ættu öll upp til hópa að fá medalíur og próblemin eru bara leyst ef einhver eru. 'Eg verð alveg klökk hvað unglingarnir eru að vera góð og indæl við mig gamla kellínguna, og svo eru þau svo skemmtileg og hugmyndarík og dugleg að ég á ekki bara orð yfir það.
Afsakið en maður verður nú að vera væmin við og við.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home