Það er snjóhreytingur og einhvernvegin verð ég döpur að horfa út í þetta, vil að það fari að vora almennilega og það er komið nóg af snjó.
En í gærkvöldi var árshátíð grunnskólans og það var nú eitthvað sem maður verður ekki dapur af að upplifa, allar yngri deildirnar að leika og syngja og stóru með atriði úr "Dýrunum í Hálsaskógi" Alveg eru kennarar ótrúlegir allt sem búið er að gera fyrir krakkana, og hvað þetta gerir fyrir fólkið, að njóta þess með börnunum.
Kennararnir voru mjög stolt af hópnum sínum ekki síður en foreldrarnir.
Allt er þetta ómæld vinna og síðan er páskafríið að byrja og eftir páskana taka við próf og þessháttar....denslags...sagði hún mamma.... með Akureyrardönskusletturnar sínar. Dagrún mín og hún Agnes Kristjáns voru með tíu efstu í stærðfræðikeppninni . til hamingju stelpur.
Það er svo til augljóst að ekki hefur Dagrún þetta frá mér- ömmu sinni, ég er alltaf í vandræðum með stærðfræðikúnstir og tölurnar fara á hvolf og alla vega þegar ég les mikið af þeim. en þá er að nota reiknivélar. Maður verður nú að vera óklár í einhverju hehehe.
Á morgun er frumsýning á leikritinu og ég get ekki hætt að sauma eyru, í dag ætla ég að sauma tuttugu eyru... klára efnið úr gráa gervipelsinum mínum hvílík ánægja að klippa hann niður í eyru, það er næsta sjúklegt.
'Oska eftir góðu veðri sem fyrst takk fyrir, Hanna Sigga mín hefur tekið bón mína um páskaegg í fyrra bloggi alvarlega, og eins og hennar er von og vísa hugsar hún sér að senda mér egg.....en ekki gera það !!! mig langar bara í ...Helst góðan ..málshátt...
Fáðu þér egg og dragðu út úr því málshátt handa mér og segðu mér hann ekki ef hann er mjög leiðinlegur og rætinn.
'Eg get alveg þolað svona "Morgunstund gefur gull í mund" og allt í þá áttina. segi svo eins og Árdís mín... luv and respect.
En í gærkvöldi var árshátíð grunnskólans og það var nú eitthvað sem maður verður ekki dapur af að upplifa, allar yngri deildirnar að leika og syngja og stóru með atriði úr "Dýrunum í Hálsaskógi" Alveg eru kennarar ótrúlegir allt sem búið er að gera fyrir krakkana, og hvað þetta gerir fyrir fólkið, að njóta þess með börnunum.
Kennararnir voru mjög stolt af hópnum sínum ekki síður en foreldrarnir.
Allt er þetta ómæld vinna og síðan er páskafríið að byrja og eftir páskana taka við próf og þessháttar....denslags...sagði hún mamma.... með Akureyrardönskusletturnar sínar. Dagrún mín og hún Agnes Kristjáns voru með tíu efstu í stærðfræðikeppninni . til hamingju stelpur.
Það er svo til augljóst að ekki hefur Dagrún þetta frá mér- ömmu sinni, ég er alltaf í vandræðum með stærðfræðikúnstir og tölurnar fara á hvolf og alla vega þegar ég les mikið af þeim. en þá er að nota reiknivélar. Maður verður nú að vera óklár í einhverju hehehe.
Á morgun er frumsýning á leikritinu og ég get ekki hætt að sauma eyru, í dag ætla ég að sauma tuttugu eyru... klára efnið úr gráa gervipelsinum mínum hvílík ánægja að klippa hann niður í eyru, það er næsta sjúklegt.
'Oska eftir góðu veðri sem fyrst takk fyrir, Hanna Sigga mín hefur tekið bón mína um páskaegg í fyrra bloggi alvarlega, og eins og hennar er von og vísa hugsar hún sér að senda mér egg.....en ekki gera það !!! mig langar bara í ...Helst góðan ..málshátt...
Fáðu þér egg og dragðu út úr því málshátt handa mér og segðu mér hann ekki ef hann er mjög leiðinlegur og rætinn.
'Eg get alveg þolað svona "Morgunstund gefur gull í mund" og allt í þá áttina. segi svo eins og Árdís mín... luv and respect.
3 Comments:
At 12:23 e.h., Nafnlaus said…
Já mér svo sem datt það í hug að það væri málshátturinn sem þú myndir vilja fá, en ekki eggið. Ég kaupi mér kanski egg.
At 2:06 e.h., Nafnlaus said…
Já - luv and respect. Fer út á flugvöll klukkan fjögur í nótt. Mátt svo gjarnan huxa fallega til mín :) Árdís
At 7:58 f.h., Nafnlaus said…
oh já það skal ég gera kv mmamma
Skrifa ummæli
<< Home