Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, maí 21, 2008

Nei nú þykir mér týra á tíkarskarinu. Hvað haldið þið ég vann lagakeppnina... ég er nú alveg steinhissa og bit eins og stóð í frægu leikriti hjá leikfélagi Hólmavíkur.
Eins og hin lögin voru nú líka fín og flott. Lagið má heyra á forsíðu Strandir.is. Salbjörg aðal countrysöngskvísan okkar syngur flott eins og hennar er von og vísa, og ég er hjá henni alveg eins og "fífl í framan". með blómvöndinn minn og 50.ooo krónu ávísunina í verðlaun. Stebbi Jóns snillingur spilar undir "annast undirleikinn" á fínu máli, og Arnar syngur bakrödd sem heyrist ekki mikið en er líka flott. En þegar ég var búin að ná mér eftir fyrstu skelfinguna þá finnst mér þetta nú bara ægilega gaman...Takk takk...

7 Comments:

  • At 8:02 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Samfagna hjartanlega með lagið þitt gott og fjörugt, Ásdís, flott að geta spilað það svona strax og fréttin berst.
    Ingi Heiðmar Jónsson,
    Húnvetningur í Árborg suður.

     
  • At 10:04 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Elsku amma, til hamingju með sigurinn! Ég sá á strandir.is að þú hefur gert eins og Páll Óskar fyrir Eurovision, ákveðið að skipta út dönsurunum fyrir betri bakraddir eða rödd í þessu tilviki... Bestu hamingjuóskir og danskveðjur af Njálsgötunni.

     
  • At 10:09 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju mjög flott lag ekta svona stemmingslag fyrir partí á hamingjudögum. kv. Birna Dís

     
  • At 2:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með sigurlagið Snúlla

     
  • At 4:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Takk takk þið öll

     
  • At 10:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta er ljómandi fínt, nú geturðu gefið út heilan geisladisk með alls konar lögum, lagið sem þú settir í keppnina í hitteðfyrra var til dæmis ljómandi áheyrilegt.

     
  • At 12:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já til hamingju með þetta mamma mín, kanski fær maður disk í Jólagjöf??? Hver veit,

     

Skrifa ummæli

<< Home