Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, maí 25, 2008

Annar í umhverfisdegi á Hólmavík í dag . Er fólk að pukrast með þetta eða hvað eða er bara ekkert til að taka til í. 'Eg sá nokkra með kerrur í gær en ekkert rusl í þeim . Hafa efalaust verið að koma frá því að fara með það.
Greinahrúgan hans Adda er ekki farin það á víst að bíða eftir því að vörubíll með krabbakló taki hana, hann getur varla látið hana úr fyrir lóðamörkin því þá lendir hún á götunni og teppir umferð, hann var að vonast til að setja þetta á bláa hreppsbílinn, það væri reyndar sjálfsagt ódýrast.
'Eg potaði niður blómunum í gær. HannaSigga og Birgir Valur komu í heimsókn og það var nú gaman, 'Islendingar stóðu sig vel í júróinu voru að endingu held ég í fjórtánda sæti. Búnir að rokka upp og niður. 'Eg var ekki ánægð með hvað Finnarnir mínir fengu af atkvæðum þeir voru góðir.

1 Comments:

  • At 9:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Takk fyrir okkur mamma mín, ég var mjög ánægð með vinningslagið, annars fannst mér líka lagið frá Norgi mjög gott, vonandi eiga blómi svo eftir að stækka og þetta að verða fínna í umhverfinu, gaman ef að fólk, legggur sig framm í að taka til:)Líka skemtilegra fyrir, ferðalanga sem skoða bæinn í sumar og mynda hann,,,,,

     

Skrifa ummæli

<< Home