Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, maí 24, 2008

Ég var flutningabílstjóri í gær frá kl 7 til kl 24.
Ég er mjög hamingjusöm með að hafa sloppið við að aka á og slasa eða drepa þrjár kindur og sex lömb í gærkvöldi, þar sem þær þustu alltí einu upp úr fjörunni við Bassastaði og yfir veginn.
En það fór allt vel og góðar bremsur og viðbrögðin mín björguðu málinu.... Um daginn keyrði ég um þar sem stóðu fjórir eða fimm hrútaskuddar á miðjum veginum alveg eins og bjánar... gjörsamlega heilalausir.. ég þurfti nærri því að ýta þeim útaf og las þeim pistilinn...ég held að þeim hafi fundist það bara gaman ...
sennilega verið búnir að berjast allan daginn eins og hrútar gera gjarnan þegar þeim er sleppt út á vorin.
Ég held að ef ég væri bóndi í dag myndi aldrei þora að sleppa kindunum nema bara á fjöll eða inn í einhverja girðingu þar sem engir ótætis bílstjórar eru á ferð í rökkrinu.

En er nú er umhverfistiltektardagur hér á Hólmavík.... er það ekki??? klukkan er orðin 9 og ég get ekki séð að það sé nokkur kjaftur á kreiki hér úti. 'Eg ætla að reyna að pota niður blómunum sem ég keypti á Ísafirði í gær. Og þarf síðan að negla upp girðinguna . Dagskrá dagsins.... er sú að liggja í forkastanlegri leti þess utan.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home