Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, maí 12, 2008

Búin að vera í garðinum með smá hléum í allan dag, Harpa, Hinni og Diljá komu í heimsókn, Diljá kann öll lögin úr dýrunum í Hálsaskógi algjört krútt, fallegt af þeim að heilsa upp á ömmu gömlu.
Veðrið er himneskt og allur gróður er að taka við sér mér til hrellingar samt er ég búin að stinga upp helling af óæskilegri grasrót í garðinum en það er hellingur eftir, ég hef reglulega óbeit á grasrót þar sem hún á ekki að vera.
'Eg ætla bara að panta hundrað ljót blá sumarblóm og sulla þeim niður allsstaðar,
'Ut af bláa hverfislitnum.
'Eg veit ekki hvar ég væri ef Lýður frændi lánaði mér ekki kerruna sína og svo kemur hann við og við og fær hana lánaða ( kerruna sína) og losar grasdraslið úr henni og fullt af öðru drasli.
Það er allt of mikið um drasl hér á tanganum og það fer ofboðslega í taugarnar á mér t.d. af hverju er ekki gert neitt við Hilmi, ef mönnum er svona rosalega annt um hann ,eða þennan bát sem er hjá honum , á hann enginn eða hvað????

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home