Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, maí 08, 2008

'I dag hef ég verið að reyna að púsla saman hljóðmúrnum ..þ.e. girðingunni minni hér að norðanverðu við húsið...þið vitið sem dregur úr hávaðanum frá öllum gámunum.... Og þvílíkt andskotans basl ...ekkert passar og ég var nærri því króknuð þarna áðan því það brá alltíeinu til norðanáttar 'Eg fer þarna út reglulega eins og þetta væri þung krossgáta og get kannske raðað einni spýtu í einu í hvert skifti... það er allt útlit fyrir að þetta standi til hausts með þessu fokking áframhaldi aarrrrg...

Og þegar ég var búin að setja efri þverslána og festa henni vel í augnhæð þá æddi ég á hana með hausinn svo söng í og er alveg hissa að ég skuli ekki vera með risaglóðarauga þetta var svo vont, en ég er samt með kúlu sem er falin í hárinu á mér.
kannske gefst ég bara upp og geri úr þessu abstrakt girðingu.

'Eg var að huxa um að það verði að skella á svona umhverfisdegi þar sem allir fara svo himinlifandi og fegra staðinn og laga til allsstaðar það verður nú bókstaflega að hafa svoleiðis dag, annað væri skandall svo fara allir á Riis á eftir í pitsur og öl og eru ægilega glaðir yfir því sem áunnist hefur.... auðvitað yrði sveitarstjórnin að gangast fyrir þessu og þau og starfsmenn Strandabyggðar og Ásdís í fararbroddi með bláa bílinn og einhvern kranabíl og ruslabílinn og gera þennan dag að einskonar sumarhátíð hah væri þetta ekki frábært ? ,,,

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home