Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, maí 17, 2008

Það er blankalogn og góðviðri hið mesta.. ég þarf minnst 24 tíma svefn ef ég á að halda uppi dampi í garðvinnunni.. en það fer nú að minnka og þá er að snúa sér að ýmsu öðru meira spennandi en samt er eftir að festa saman girðingunni sem snýr að björgunarsveitarhúsinu fólk er farið að halda að hún tilheyri björgunarsveitinni af því hún lafir í áttina þangað. Átt þú þetta eða björgunarsveitin? var ég greyið spurð í gær...'Uffffff...hræðilegt.
Það kom full rúta af konum að skoða Galdrasafnið í gær og Siggi var á Ísafirði og bað mig að sýna þeim safnið, það gekk vel svo kom líka Hollendingur og ég skildi ekki baun hvað hann var að segja en rak í hann disk á ensku og hann varð bara að hafa það. Jæja best að hafa sig út fyrir dyr í góða veðrið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home