Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, maí 14, 2008

Góðviðrisdagur hinn mesti, ég var alveg búin að vera í gær eftir grasreytingarnar og grjótpuðið...og komst ekki í gang fyr en eftir hádegi..Þá kom Jóhanna og dró fyrir mig kerruna fulla af garðaúrgangi út á hauga og svo fórum við í kaffi til Esterar.
'Eg tók til á pallinum síðdegis og prófaði að saga þetta er alveg súper verkfæri þessi sög en ég er ekki alveg búin að átta mig á smáhlutum eins og því hvar á að setja slönguna sem sagið á að fara út um svo þessi fyrsta sögunartilraun sendi sagið beint framan í mig og niður um hálsmálið á bolnum mínum, ég ætlaði líka að fá mér eyrnahlífar en þær eru hryllilega rándýrar í Káessháinu svo ég verð bara með tappa í eyrunum svo þau fyllist ekki af sagi ( Grín ).
Hér er svo uppskrift að góðri gulrótaköku:
1 og 1/2 bolli matarolía
2 bollar sykur
4 egg
2 tsk lyftiduft
2 tsk kanell
1 og 1/2 tsk matarsódi
1 tsk salt
2 bollar hveiti
2 bollar rifnar gulrætur setja þétt í bolla
1 bolli kurlaður ananas sem búið er að sigta vel
2 tsk vanilludropar

1 bolli saxaðar valhnetur ( má sleppa )
1 bolli saxaðar rúsínur (má líka sleppa )
Hrærið saman olíu og sykri og bætið einu eggi útí þurrefnunum blandað saman og að síðustu gulrótunum ananas ( valhnetum og rúsínum) setjið í stórt eldfast mót eða tvö minni og bakið í vel smurðu formi við 180 gr hita í eina og hálfa klukkustund.

Nú veljið þið annaðhvort kremið !!!
Hefðbundið krem:
50 gr rjómaostur (vel mjúkur)
350 gr flórsykur sítrónusafi.

Finnskt krem = hann hét Finnur sem fann það upp tíhí
90 gr rjómaostur (vel mjúkur)
4 og 1/2 msk smjör eða smjörvi ( vel mjúkt)
Flórsykur eftir smekk

4 Comments:

  • At 6:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hvernig væri svo að taka nokkrar myndir, af garðinum og garðálfunum og setja inn á fínu myndasíðuna þína:)

     
  • At 5:17 e.h., Blogger GisliG said…

    Alltaf gott með köku og mjólk beint úr spena. Var að koma í frí frá Brazilíu. Gísli ráðsmaður.

     
  • At 8:33 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ Gísli minn eru þið á 'Islandi núna? Gaman að fá comment frá þér og það eru fleiri en þú sem syrgja að fá ekki volga mjólk beint úr kúnum Addi væri alveg meir en til í að fá svoleiðis. Kv ég

     
  • At 10:46 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    og ég ofaná Cheeriosið:) nammi namm:)

     

Skrifa ummæli

<< Home