Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, maí 29, 2008

Alveg er þetta ömurlegt þessir jarðskjálftar... Það var sérstaklega sorglegt að sjá gamla manninn sem var bóndi og útihúsið hrundi hjá ofan á kindurnar hans og svo inni í stofunni þeirra voru tveir rósóttir hægindastólar og allt í kássu. Og bara allt annað... 'eg var að koma inn í dag og fór inn í stofu og setti Álftagerðisbræður í geislaspilarann og um leið fór stóri sjónvarpsskápurinn minn að rugga og ég hélt að hann myndi detta um koll. Ekki gerði hann það nú samt...viðbjóðslegt... 'Eg fer ekki suður eins og ég var búin að ákveða...langar ekki að vera að þvælast á einhverju jarðskjálftasvæði...Það bíður bara betri tíma.
Árdís er að koma og fær þann heiður að kveikja á Vodafonesendinum á Kollafjarðarnesi á morgun.. 'Eg sé Blackfield koma niður sýslumannshallann...
Mér þótti merkilegt í ferð minni um Súðavík í gær að þar voru starfsmenn staðarins á ferð að tína smáruslið sem kemur alltaf þegar fólk hendir í kæruleysi. Þeir voru bara á gangi með ruslapoka. Súðavík er einstaklega snyrtilegur bær.

Hér hefur fólk verið að tína rusl og er ekki á launum hjá sveitarfélaginu.

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home