Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, maí 06, 2008

Og lognið kom !!! OG Stuðið !!! OG Drifkrafturinn...Fékk reyndar þrusu hjálp í girðingarvinnuna...Jóhanna og Gerða komu. Á trukknum hennar Jóhönnu drógum við litlu sætu kerruna hans Lilla frænda og sóttum steypumöl sem Gústi steypustjóri leyfði okkur að fá...Settum sólstól fyrir Gerðu sem var nýbúin að fara í klippingu til Heiðu, svo hún var hér á sólarströndinni á meðan við sóttum mölina og sement til Hjörta í Káessháið. Eftir það var þrumað út á flugvöll með trukkinn í skoðun og var Jóhanna alsæl með að þurfa ekki með hann spes ferð á Ísó.
Eftir heimatilbúnahamborgaragrænmetisoglaukmáltíð fóru þær konur heim í Djúp en ég út á flugvöll með torfærutojotuna í biðröð dauðans eftir skoðun og hafði með mér hnausþykka bók sem ég er að lesa og það veitti nú ekki af því ég var sat þarna í sólskininu á þriðja tíma og svo þegar kom að mér vantaði annað númersljósið og annað framljósið sneri öfugt þ.e.a.s. peran
ég tætti niður í sjoppu þar sem Jóngísli var að háma í sig prinspóló og gos og hann hjálpaði mér að laga þettað og skammaði mig og sagði að ég ætti ekki að vera í fýlu
yfir svona smotteríi. svo ég fór aftur og urraði á vesalíngs skoðunarmanninn sem tók því bara vel.

Seinnipartinn fórum við 'Asta svo í herferð niður á Höfða að ná í sag fyrir hana í leirbrennsluna og ég komst í fræga tunnu og fékk fullt af smíðaefni.
Svo lánaði JónGísli mér ljósrauða firnaflotta steypuhrærivél sem við Ásta trimmuðum með yfir í garð til mín og sungum "Tveir fílar lögðafstað í leiðangur" svo glumdi í nærlægum húsum....og svo var sett í gang og steyptur niður risarekaviðarstaur af Kirkjubólsrekanum.
ÞAð er svo gaman að steypa... ÞAð er svo gaman að steypa... 'Eg er að hugsa um að gera nokkrar hrærur í dag og steypa styttur og hvaðeina.....

1 Comments:

  • At 8:27 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ferðu ekki bara að gera listaverk í garðinn eins og Samúel í Selárdal?

     

Skrifa ummæli

<< Home