Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, maí 20, 2008

Já já 'Eg fór algjöra fýluferð upp í Steinó kl tólf í gærkvöldi með póstkassann sem ég var búin að setja snyrtilega bakhlið í og tjörupappa á milli. Semsagt ég hafði tekið kassann með mér inneftir um miðjan daginn vegna þess að skrúfvélin mín varð rafmagnslaus og svo þurfti að saga gamla bolta úr með járnsög sem var ekki á staðnum.
Staurarnir fóru hinsvegar skammlaust niður og án þess að ég missti járnkallinn ofan á tærnar á mér eða eitthvað þessháttar.
Semsagt ég kom þarna í góða veðrinu kl tólf og hélt að allir væru vakandi og í fjárhúsunum að fylgjast með ánum að bera eins og vera ber á sauðburði. ég kíkti í fjárhúsin ..þar var ekki nokkur sál.. ég kíkti heim og þar sem allir virtust vera sofandi var ég að huxa um að fá mér kaffi enn nennti því ekki og læddist ég út með það sama til að vekja nú ekki dauðþreytt sauðburðarfólkið.
Nú þá var að festa kassann á staurana og við fyrstu skrúfu bræddi skrúfuvélin úr sér. ( það er ekki hægt að kalla svona verkfæri skrúfjárn ) eða hvað ??
Svo ég fór með allt fokking draslið inneftir aftur....
Mér fannst nú þetta algjör óþarfi og hálf fúlt...... en hún er nú búin að gera það gott ég er búin að skrúfa saman með henni alla litlu burstabæina mína.
'I morgun fór ég svo í Ká Ess Háið = útleggst Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík
og keypti aðra svaka flotta... Græna... fokdýra... Hélt síðan af stað með kassann og nú tókst að koma honum á sinn stað, bara að sletta málningu á staurana í góðu veðri síðar.
Seinni partur dagsins var líka allt í lagi. 'Eg fór á móti Jóhönnu og Þórdísi yfir í Lágadal að keyra Kristján litla í leikskólann. Þórdís kom svo og sótti hann kl fjögur.
Hringdi í Lilla sem er hálf krambúleraður eftir ógnir gærdagsins, en vonaðist til að koma norður á morgun. Svo fékk ég jeppann hjá Sigga og sótti kerruna og tók grasrótarhrúgurnar af götunni og fór með stútfulla kerru upp á hauga og nú næ ég ekki kerrunni aftan úr jeppanum hvernig sem ég reyni. Meiri bévítans lufsan.
'Eg ætlaði að synda en féll á tíma með það. klukkan var alveg að verða níu þegar ég var búin að þessu. Bara skelli mér í það á morgun.
.

3 Comments:

  • At 4:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mamma ef klukkan hefur verið orðin 12 á miðnætti þegar þú fórst uppeftir, þá er ekkert skrýtið að fólk hafi verið farið að hvíla sig,en er sauðburður langt komin??

     
  • At 8:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Míns bara að verða rídalín hæf????Ekki í fyrsta sinn. Hefur vorið svona áhrif á þig ha??? Bæ sætust úr þveitinni.

     
  • At 10:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Jibbí eitthvað erðað. Vorið hefur nú alltaf frekar leiðinleg áhrif á mig...nema kannske um þessar mundir...Munur eða haustið...vaaaaá...
    Þá fer maður í sumarfrí og soleiðis.. kannske ég fari bara í smá sumarfrí..einu sinni eða tvisvar nú að vorinu til. knús og kreist..'Eg sjálf

     

Skrifa ummæli

<< Home