Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, maí 31, 2008

Og að lokum í ...hér voru myndir frá nokkrum atvikum undanfarinna mánaða.
Ég er búin að baka heilt fjall af kleinum í dag.Hrafnhildur hjálpaði mér nú aldeilis og sneri uppá þær allar en ég steikti.
Á morgun er svo sjómannadagurinn og þá finnst mér að eigi að vera sjómannamessa eða hátíðastund kl ellefu og matur á Riis á eftir og fyllirí um kvöldið og lifandi músik. Mér þætti ennfremur við hæfi að festa risastóran blómakrans á stefnið á Hilmi gamla í tilefni dagsins, því til hvers að hafa hann þarna ef honum er aldrei nokkur sómi sýndur.
Það verður nú ,samt gaman því sauðfjársetrið opnar með sjómannadagskaffihlaðborði sem byrjar kl tvö og skemmtun kl fjögur þar sem Bjarni Ómar spilar syngur og kynnir lögin sín og Hrafn Jökulsson úr Árneshreppnum tekur á móti verðlaununum fyrir bestu ljósmyndina í kindaljósmyndasamkeppninni.
Þetta verður fjör og ekki er úr vegi að kíkja á ýmsar breytingar á safninu í leiðinni.
Ég kom þarna í dag þar sem starfsstúlkurnar voru að leggja síðustu hönd á undirbúninginn, og það var sko ekkert slor. Geggjað nammi sá ég.

1 Comments:

  • At 4:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    góða skemmtun í dag, mamma mín:)

     

Skrifa ummæli

<< Home