Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, maí 13, 2008

Er búin að vera í garðhreinsun í allan morgun, það gengur hægt og hljótt. núna er sólskin og hiti og mig dreymir um sundlaug...ætla samt að puðast áfram...var að reyna að festa bútinn í kerruhjólið sem skemmdist í fyrra með límkítti. Tröllin fóru út á tröppurnar áðan það þyrfti nú að setja límkítti á tærnar á þeim greyjunum.
'Eg vildi að þrælahald væri ennþá til þá myndi ég fá mér þræl sem gerir þetta allt, þrælast með möl og mold og grastorfur fram og aftur...setur járnplötur á götin á húsinu...málar framhliðina...kíttar í tröppurnar...Smíðar pall...Þvær bílinn og tjöruhreinsar hann...
ryksugar og eldar huggulega litla grænmetisrétti hnda mér , þvær upp á eftir og setur í þvottavél......
'Eg gæti svo bara dundað við að setja niður blóm og smíða litla og lekkera burstabæi... lesa skáldsögur...fara í sund og slæpast.... og drekka expressókaffi... ÞAð skaðar ekki að láta sig dreyma hah.

2 Comments:

  • At 1:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég held að það yrði ekki gott fyrir þig ef þrælahald yrði leyft. Ég er nefnilega nokkuð viss um að þú yrðir sjálf þræll en ekki þrælahaldari.

     
  • At 8:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    'O nei Jón..en heldurðu annars að ég myndi gera allt sjálf til að sýna þrælnum hvernig á að gera hlutina Svo myndi ég píska hann áfram....ekkert múður með það, annars grunar mig að þetta sé nú kannske soldið rétt hjá þér, þó mér líki ekki hugmyndin allskostar. kv. ég

     

Skrifa ummæli

<< Home