ÞAð er alveg ljóst að ef mér tekst að vera einhverntíman búin að gera við þessa girðingu hér kring um garðinn á Höfðagötu 7, já þá ætla ég aldrei að gera við girðingar meir þó ég hafi gaman af að negla. já þá skal bara verða neglt með einhverju öðru en treitommu..... og smíðað eitthvað lítið og sætt með sko fínum pínulitlum nöglum....Girðingin mín sem ég er svo stolt af skal fá að fjúka og grotna niður í framtíðinni án þess að ég geri svo mikið sem að líta á það. en núna er svo mikið eftir að gera við að ég verð varla búin að því fyrir haustið og ´fjandinn hafi það. mín fræga þolinmæði er alveg að fara í kássu því ég ætlaði að vera obboðslega fljót að þessu og fara svo að fást við önnur og þægilegri verkefni.... Hægri hendin á mér er í rúst og vinstri er öll uppásnúin eftir stóru hjólaferðina um daginn...en skítt með það meðan þær hanga á.
Það var skítkalt í gær og hvasst en ég sá nú við því og keypti mér bankaræningja húfu með tveimur pínulitlum götum fyrir augu og munn og yfir þetta fór ég í úlpu og lopapeysu, og svo þrennar síðbuxur og kláraði að negla upp og pússla stóra grindverkinu, ( það er að vísu vitlaust á einum stað en það skal bara vera þannig), Það var ekki kjaftur úti meðan ég var að þessu, og það var gott því ég var hálffeimin ef ég hefði þurft að líta framan í fólk með þennan útbúnað á andlitinu. en mér var allavega vel hlýtt á hausnum. 'I dag er svo gott veður en allt hvítt af snjó. oj bara...
Það var skítkalt í gær og hvasst en ég sá nú við því og keypti mér bankaræningja húfu með tveimur pínulitlum götum fyrir augu og munn og yfir þetta fór ég í úlpu og lopapeysu, og svo þrennar síðbuxur og kláraði að negla upp og pússla stóra grindverkinu, ( það er að vísu vitlaust á einum stað en það skal bara vera þannig), Það var ekki kjaftur úti meðan ég var að þessu, og það var gott því ég var hálffeimin ef ég hefði þurft að líta framan í fólk með þennan útbúnað á andlitinu. en mér var allavega vel hlýtt á hausnum. 'I dag er svo gott veður en allt hvítt af snjó. oj bara...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home