Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, maí 04, 2008

það er lítið að gerast alltaf einhver vindbelgingur og ekki beint aðlaðandi að vinna það sem maður þarf að gera utanhúss. Samt á nú að hlýna í veðri en ég hef ekki einu sinni gáð að því í morgun . það er einhver lognmolla í gangi hér á H/7, vantar meira stuð og drifkraft, en ég held að sú leti og hengslisháttur, það myndi nú lagast allt ef kæmi logn svo sé gott að lagfæra aðeins í garðinum, þeirri bévítans ruslahrúgu og fara að smíða. það gefur auga leið að ég myndi svífa á haf út þótt þung sé ef ég færi að fást við stórar krossviðarplötur í roki. 'Eg yrði eins og frægur járnkall sem fauk í Bitrunni í gamla daga. Shit.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home