Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, desember 11, 2002

Ferlega stressandi dagur. Æddi um allt í morgun og reddaði allskonar hlutum í sambandi við tryggingar.
Pakkaði inn jólagjafir til að senda Hafdísi og Geira. Ég er alveg handviss um að ég hef gleymt einhverju púff.
Jón Gísli og Brynja tóku þær með suður..... Svo kom ég á síðustu stundu í vinnuna, gleypti í mig matinn á mettíma
þar á meðal tertu sem einn vinnufélaginn kom með af því hann er að fara til Los Angeles að læra hárgreiðslu.
Var íllt í maganum alla vaktina. Óli Palli var óvenju leiðinlegur.
Fór svo í söngtíma kl 5.og hitti Pamelu og Steina, og uppgötvaði svo að ég hafði gleymt því í gær að ég ætlaði að nudda kl hálf sjö
og sat þá bara og hámaði í mig kvöldmat hjá Höllu og Lóa. Ég var líka búin að finna á mér í allan dag að ég hefði gleymt einhverju.
Fyllti bílinn af hillum sem Kristján var að losa úr bílskúrnum. Ein þeirra datt ofan á hendina á mér þegar ég ætlaði að skipta um gír.
Okey- bless bæ.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home