Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, desember 09, 2002

Orð dagsins: Gerðu aldrei það í dag sem þú getur látið aðra gera á morgun !!!
Týpiskur mánudagur, vaknaði eldsnemma og fór að grauta í jólagjöfinni sem ég er að búa til. það er að komast mynd á þetta, Fór upp í skóla og skilaði bókum, fékk nýju bókina um Bridget Jones. Hún heitir Á barmi taugaáfalls, vonandi er hún eins skemmtileg og , Dagbók Bridget Jones´ Lukka finnur einhverja samsvörun með sér og Bridget Jones, nema hvað hún er ekki skotin í yfirmanninum og reykir helst ekki og drekkur mest lítið. Fór út á pósthús og upp á hrepp og í kauffóið og hitti fullt af skemmtilegu fólki. eftir vinnu kíkti ég út í Jólabúðina og keypti sementspoka í ksh. Jón Gísli minn kom og klifraði upp húsvegginn og setti perur í ljósaseríuna. Lukka er búin að týna veskinu mínu. Leitaði þrisvar um allt húsið og fann það loks ofan í poka með eplum. Borðaði kvöldmat hjá Brynju og Jóni Gísla ég elska að borða kartöflumús út á allt.Bless-bæ

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home