Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, desember 30, 2002

Sunnudagur 28. Ég og Hanna Sigga skelltum okkur til kirkju að Óspakseyri. Mér finnst kirkjan á Eyri einhvernvegin alltaf vera mín kirkja. Kannske af því ég er að miklu leyti frá Gili. Sólrún og Jón og Ella fóru líka, og Indi og Finna, Svo voru Hákon, Lilja, Steina og Lóa, Gunnhildur og Kalli með lítinn strák., og Sigga og Gulli. Sigga var að taka við af séra Ágústi sem er orðinn of gamall. Við Sólrún fórum með kerti á leiðið afa og ömmu á Gili, og Lýðs móðurbróður.
Öllum var síðan boðið í kirkjukaffi út að Enni á eftir. Það var svaka flott veisla og allir átu eins og þeir hefðu verið í svelti um jólin.
Víð Hanna Sigga fórum svo í Hættuspil út að Kirkjubóli eftir að hafa sofið helling þegar heim kom. Pétur frændi var þar og í þetta skipti vann Jón Jibbí. Ókey blessbæ

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home