Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, desember 21, 2002

Þetta er búinn að vera bæði annríkis og hangsdagur. það veit sá sem allt veit og veit þó ekki allt.......Fór í vinnuna kl 8.. Kl eitt fór ég út í félagsheimili og horfði á skemmtiatriðin hjá krökkunum , Þau voru fín eins og vant er. Svo var gengið í kring um jólatréð og spilaði ég jólalög á nikkólínuna mína . Fór svo í jólahlaðborðið hjá Hólmadrang mmmmmmmm. pott þéttur jólamatur hangikjöt og tilheyrandi, síld og rúgbrauð og bjór, Lýður frændi dró mig að landi með bjórinn. Svo sungum við dálítið og Hjörtur spilaði á gítarinn minn og ég á harmonikkuna, reglulega notalegt Svo fór ég upp á Skólabraut og náði í jólagjöf frá Pamelu, Lukku langar að kíkja í hana.
Að þessu loknu var ég komin í jólafrí og fór niður á 13. og hangsaði við skemmtilegt spjall . Þegar heim kom bakaði ég heilan helling af kleinum, og þegar ég var búin að því birtust Hanna Sigga og Gunnar... ekki meira í dag Bless bæ.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home