Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, desember 30, 2002

Annar í jólum 2002. Við Hanna Sigga rifum okkur á fætur þ.e.a.s. ég reif mig á fætur og las heila bók, brandarabókina sem Gústi fékk í jólagjöf. Hún er ágætis hlátursvekjandi bók. og þarna flissaði ég ein frammi í stofu þangað til HannaSigga kom að gá hvað væri á seyði og spurði hvort ég væri að verða vitlaus, en ég las bara fyrir hana nokkra brandara..
Svo fórum við inneftir og ég flytti mér að finna texta fyrir Lilla frænda af því hann ætlaði að vera forsöngvari á jólatrésballinu.
Nú nú svo fórum við og ég spilaði og Lilli og allir sungu og jólasveinarnir komu, og einn jólasveinninn kom og skoðaði pínulítinn mann í jólasveinafötum sem var þarna með henni Hildi mömmu sinni, og litli maðurinn var voða glaður og ekkert hræddur við stóra jólasveininn.
Magga bauð okkur í kvöldmat. Guji var ekki heima hann var úti á Broddanesi að smíða hurðir hjá Jónsa og Ernu.
Snemma að sofa með jólabók Há fún.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home