Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, desember 10, 2002

Það er 10.tíundi des. í dag Góðan daginn sama góða veðrið. Árdís hringdi eldsnemma og skipaði mér að fara strax með nýju bókina um Bridget Jones og skila henni upp í bókasafn. Maður veit nú hvað svona tilmæli þýða rétt fyrir jólin, hehe.
Fór eftir vinnu og keypti fullt af kertum úti á markaði og mynd til að senda Hafdísi og Geira pakkaði því inn og fór með það til Brynju því þau fara suður á morgun.
Og vitiði hvað ?????????? Alltaf gerist eitthvað spennandi. Þegar ég kom heim var Jón Gísli búinn að steypa niður í garðinum þennan líka forkunnarfagra flaggstangarfót...
aldeilis dásamlegt..
Halla lánaði mér bók sem heitir Coloradodraumurinn eftir Jane Amund, Eitthvað verð ég að lesa.
Það eru komin þrjú jólakort hingað til mín. Ég fór svo á kirkjukórsæfingu kl 8, við sungum skemmtileg lög sem við eigum að syngja á aðventukvöldi næsta þriðjudag, Steingrímur er að drepast úr kvefi. Góða nótt

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home