Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, desember 15, 2002

Jæja Það hefur nú ýmislegt skeð síðan síðast hehehe. Byrjaði á að skreppa út að Kirkjubóli í morgun og róta þar svolítið í frystikistum hjónanna, notfærði mér að þau voru ekki heima.
Fór að því loknu afar glöð inneftir aftur og aðstoðaði Jón Gísla minn við að setja upp ljós í báðar stofurnar mínar, nokkuð sem mig hefur lengi dreymt um að gerðist. Það varð mjög fínt. Skrapp svo út í jólabúðina, Hrafnhildur var að afgreiða í dag.
Kl rúmlega tólf í kvöld komu svo Einar og Mundi á flutningabílnum með búslóðina Möggu og Guja. Ég fór og hjálpaði til við að bera inn úr bílnum. Mannskapurinn myndaði bara keðju og dótið var handlangað inn.
Ég skrifaði ekkert í gær en þá spilaði ég á harmonikku við varðeld sem var upp við skóla og öll skólabörnin og kennararnir sungu
svo fengu allir grillaðar pylsur það var endir á vinaviku og allir héldust í hendur og mynduðu vinahring.
Í gærkvöldi var söngæfing hjá kirkjukórnum hans Steina við syngjum á aðventukvöldi á þriðjudaginn.
Góða nótt og ókey bless bæ. ´ p.s. Ég er hrædd um að jólin verði að sumu leyti erfið út af Lukku, Hún er svo bremsulaus.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home