Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, desember 09, 2002

Komið kvöld og ég er búin að finna myndir til að klára jólagjöf handa forstjóra slektisins. Klukkan er að verða tólf og Lukku langar alveg herfilega að fara út á café riis hún er svo skemmtanasjúk en þorir því ekki. Þar fer jólahlaðborði eldri borgara senn að ljúka og fín músik og svoleiðis. Fúlt að það sé ekki einhver jólasveinn sem býður henni á svonanokkuð. jæja skítt og lagó með allar jólasveinadruslur. Svo er hún heldur ekki nógu gömul skjátan. þetta er búinn að vera annars góður dagur, kláraði að lesa heila bók eftirArnald Indriðason Röddin heitir hún , mjög spennandi og athyglisverð. Fór út á markað og heimsótti Jónu. Hún gaf mér flotta blússu.
Er farin að safna saman fréttamyndum frá árinu. Og auglýsi eftir Jólapistlum í jólablað slektisins. Hvaða væntingar gera börnin og fullorðna fólkið sér um jól og jólahaldið og áramótin? góða nótt bless-bæ ÉG sjálf og Fröken Lukka.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home