Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, desember 18, 2002

Góðan daginn.góðan daginn..Nú hefur verið svo mikið að gera að ég hef ekki mátt vera að því að tjá mig hér í dagbók. Söngæfingar og fleira skemmtilegt.Ég fór að vinna kl átta í gærmorgun og límdi merkimiða á þrjúþúsund rækjupoka af miklu offorsi og var búin að því kl hálf fimm. Ég er með harðsperrur eftir líminguna.
Svo var söngæfing, kl átta var svo aðventukvöldið í kirkjunni, mjög hátíðlegt, litlu krakkarnir í skólanum léku helgileik sem Hrafnhildur mín stjórnaði. Kór með litlum stelpum sem Steingrímur stjórnaði söng. Nú og svo litli kirkjukórinn hans Steingríms söng Má segja sitt síðasta.. því hann og Pamela eru að flytja til Reykjavíkur þar sem hann er ráðinn organisti í Neskirkju. Þessi tími í þessum kór er búinn að vera mjög skemmtilegur. Ekki var allur söngur búinn því nú komu fram eldri nemendur í tónskólanum og sungu og spiluðu. Við vorum búnar að vera hræðilega stressaðar í heila viku, en þetta tókst vel. Ég, Rúna Stína og Birna sungum einsöng og Maja og Sigga hjúkka spiluðu á flygilinn. Það er síðan algjört spennufall eftir þetta. púff . En Lukka er ekki af baki dottin. Hún er alveg kolrugluð. Segist elska jólasveininn og er búin að láta.. og takið eftir !!! ekki annan heldur báða kuldaskóna mína fram í anddyri undirheima. Þar standa þeir á frystikistunni minni og hún heldur að hún fái nammi í þá Ég segi nú bara obbobbobb Gleðileg jól

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home