HÓ HÓ: Dagurinn í gær hófst með hangikjötsáti uppstúfi og tilheyrandi og kom sér nú vel jólagjöfin frá Hólmadrangi. Síðan fóru Hanna Sigga og Gunnar í heimsóknir Hann fór svo aftur suður, En Hanzka varð eftir í Steinó og hengdi upp jólaskraut sem datt jafnóðum niður aftur af því eitthvert andskotans lím ( eins og hún orðaði það svo fallega var ónýtt). Þvældist um keypti jólagjafir og sat uppi á borði úti á verkstæði Setursins og spilaði á harmonikku þegar tveir jólasveinar komu í heimsókn. Það var fullt af fólki og börnum og allir skemmtu sér vel nema jólasveinarnir þegar afi Nonni kallaði annan þeirra Adda, hvað eftir annað, og ég galaði Einar, Einar. syngdu eitt lag enn. Það svaraði náttúrlega enginn......Ég fór svo upp í dal að ná í Hönzku og tók með fjóra stóla sem komu með Gæja. Við skrúfuðum þá saman.. Fínustu stólar.
Síðustu innlegg
- Þetta er búinn að vera bæði annríkis og hangsdagur...
- Góðan daginn Verð að flýta mér Sendi Árdísi pott...
- Næsta atriði: Skrifa á jólakort til klukkan tíu.-...
- Góðan daginn.góðan daginn..Nú hefur verið svo miki...
- Jæja Það hefur nú ýmislegt skeð síðan síðast hehe...
- Ferlega stressandi dagur. Æddi um allt í morgun og...
- Lukka vildi endilega koma að mottóinu sínu og hafa...
- Það er 10.tíundi des. í dag Góðan daginn sama góð...
- Orð dagsins: Gerðu aldrei það í dag sem þú getur l...
- Smá viðbót fyrir svefninn. var að skoða bloggið hj...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home