Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, desember 22, 2002

Úff púff Við Hanzka og ég erum aldeilis búnar að sitja við og pakka skrifa og búa til kort og föndra. Ég vakti hana með bjölluhringingu kl 9 í morgun og hún fékk sér kleinur og bjór í morgunmat. Ég er búin að falda rauðu gömlu gluggatjöldin og setja hjól í þau sem voru fyrir herberginu hans Adda. Þá er það klárt. Ég festi upp þrjár hansahillur á skrifstofunni minni. Jón Gísli kom og sagði mér að gluggakisturnar sem Ommi pantaði fyrir mig væru 40 cm. of stuttar. Hvur ansinn..... en það má nota þær í aðra glugga......
Ég gleymdi að ég bjó til fjórar skálar af appelsínu desert í gær. ( skal aldrei kalla þetta fromas) Við Hanzka erum að fara út í jólabúð og svo ætla ég að baka meiri kleinur...... Lukku langar í rúgbrauð með smjöri !!!!!!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home