Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, desember 23, 2002

Úpps Ég hlýt að hafa stáltaugar Lukka og Hanzka eru í þvílíku stuði... Og svo er okkur boðið í skötu hjá Nönnu og Hrólfi kl hálf sjö .
Kortin eru farin í Jólasveinakassann í kaupfélaginu og allar jólagjafir innpakkaðar nema ein. Næst á döfinni er að baka kleinur......
Hanna Sigga setti skóinn sinn út í glugga og fékk eitt kíló af kartöflum í hann. Lukka hefur ekki fengið neitt og þó breytti hún og setti
stígvél í staðinn fyrir fjallgönguskóna.
Brynjólfur og Guðmundína komu og Brynjólfur spilaði róandi lög á gítarinn minn. Hás of ðö ræsíng sönn. og fleira fallegt og Gamla Nóa
á harmonikkuna. Klukkan er half fjögur og ég er búin að skrifa á rúmlega 50 kort síðan kl hálf átta í morgun.
Hanna Sigga skrifar á kort með annarri hendinni og SMS ar með hinni. Það kalla ég nú góða nýtingu á tímanum.
Meira seinna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home