Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, febrúar 09, 2008


Alveg er ótrúlegt hvernig fólk verður á þessum árstíma og aðallega ef snjóar. 'I gær fór ég út í kaupfélag og þaðan fór enginn út nema vera með níðþunga poka með hænsnakorni, meir að segja meðan ríkið var opið ...enginn með öllara fyrir helgina ..nei nei hænsnakorn fyrir helgina... og svo er þessu ausið út í snjóinn fyrir smáfuglana... Mér dettur í hug að þetta sé hræðsla, þ.e.a.s. guðhræðsla, sko að Guð verði ánægður ef fólk er að henda þessu korni út og fyrirgefi því þá allar syndirnar... S.b.r. " Guð launar fyrir hrafninn" Það var sagt í gamla daga og ég held að það sé búið að yfirfæra þessa trú yfir á smáfuglana. Svo er líka til í því að þetta sé keppni.. "Hver gefur mest af korni og hvar eru flestir fuglar..´Já Já.. "það voru nú flestir fuglar hjá mér í gær hoho" En það er nú stundum gaman að horfa á þessa litlu skratta og spekúlera í því hvaðan þeir komi allir og hvar þeir halda til á kornlausum dögum.

Núna datt útvarpið og sjónvarpið út og ég sem er alveg fréttasjúk heyri ekki fréttir af veðri og umferð. Það sem maður verður háður þessu dóti. Næst þegar ég get skal ég fá mér langlínuútvarp.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home