Það er alveg yfirmáta glaða sólskin, það er svo bjart að maður verður að vera með tvenn sólgleraugu ef maður fer út og þeir sem eru með skalla verða að vera með tvo hatta til að sólbrenna ekki til ösku og trefil fyrir andlitinu. Semsagt gott veður og flott til gönguferða og snjósleðaferða og allskonar útivistar og vera með bros á vör og með rösklegt göngulag og hafa helst hund í bandi. Þeir sem hafa hinsvegar óbeit á svona veðri verða bara að halda sig innan dyra og hafa dregið fyrir gluggana, helst að leggjast upp í rúm og breiða upp fyrir haus og vera fúlir á svip og hugsa ljótar hugsanir.

Síðustu innlegg
- Í dag er búið að vera leiðinda veður en nú er orði...
- Þá er nú þessi euróvision undankeppni búin og þett...
- 'I dag er sólskin og fínt veður Svana kom með fimm...
- Allt er hér atburðasnautt snjóar í logni og alhvít...
- Setningin "það er nú ekki í frásögur færandi " hva...
- Smáfuglafræðsla óskast!!
- 'I gær fór ég heim í Steinó og sá þar í garðinum t...
- Föstudagur: Seinna erindið mitt stóðst ekki heldur...
- Það er hláka 'Eg frestaði suðurför allavega til kv...
- Veðrið veðrið veðrið.fokking bylur svo allt hverfu...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home