Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Það er alveg yfirmáta glaða sólskin, það er svo bjart að maður verður að vera með tvenn sólgleraugu ef maður fer út og þeir sem eru með skalla verða að vera með tvo hatta til að sólbrenna ekki til ösku og trefil fyrir andlitinu. Semsagt gott veður og flott til gönguferða og snjósleðaferða og allskonar útivistar og vera með bros á vör og með rösklegt göngulag og hafa helst hund í bandi. Þeir sem hafa hinsvegar óbeit á svona veðri verða bara að halda sig innan dyra og hafa dregið fyrir gluggana, helst að leggjast upp í rúm og breiða upp fyrir haus og vera fúlir á svip og hugsa ljótar hugsanir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home