'Eg þakka kærlega fyrir commentið frá þér Svanný mín. einhvernvegin hefur mér tekist...( held nú samt að það sé ekki mér að þakka)... að brotna ekki í þessum byltum sem ég er að lenda í ...Flumbrugangur hefði´ "Gamli" á Undralandi sagt ..Mér kæmi ekki á óvart að það sé meðfram því að þakka að eg er með svo fína stuðpúða allsstaðar.
'Eg hef samt smá áhyggjur af Þorrablótinu. að dansa á glerhálu nýja parketinu í félagsheimilinu í kvöld.
Og verða þar að auki að halda nýbrenglaðri hægri löppinni í ákveðnum skorðum...
Doktorinn kvaðst ekki vilja ákveða danshæfni mína fyrir kvöldið í kvöld þegar ég fór til hans í fyrradag...en ráðlagði mér að éta íbúfen og sjá til...
'Eg át eina töflu og svaf það sem eftir var af deginum og alla nóttina og fram á tíu um morguninn svo ég held ég láti það nú vera í dag annars gæti ég sofnað ofan í súrmatinn við borðhaldið það væri nú skandall.
Hákarlinn myndi klessast í andlitið á mér og allir borðfélagarnir skammast sín ógurlega fyrir mig.. Nei þá er betra að láta dópið eiga sig. allavega til morguns.
Við Svana erum búnar að taka þessa hefðbundnu yfirferð á föt fyrir skemmtunina, það hefst alltaf fyrripart dagsins og felst í því að rífa allt sem til er út úr skápum og skúffum og máta og dreifa því út um allt og sjá ekki eina einustu flík sem verandi er í.
Húsið eins og ruslahaugur á eftir,, Við fórum upp á loft hjá mér og rótuðum í fötum og vorum nærri króknaðar við að máta því það er ískalt uppi.
Næsta aðgerð felst svo í því að, rífa fram saumavélina og verja næstu klukkutímum í ´geðveikislegu kapphlaupi við tímann að breyta einhverjum fötum sem við þurfum endilega að vera í.. svo þegar kvöldið nálgast dettum við venjulega og óvænt ofan á....Aha þarna er gamla góða....eitthvað...pils buxur eða blússa . og demba sér bara í því með slæðu eða nælu eða sjal....
Málið leyst. Mjög merkilegt..
'Eg má til með að fara nokkrum orðum um dragtir, það eru merkilegur fatnaður sem aðrar konur eru oft mjög fínar í. 'Eg álpaðist einu sinni til að kaupa mér dragt og það var nú meiri hryllingurinn,,...þeas. ég í dragtinni ...Hún var samt bara fín, og mér fannst að ég þyrfti að koma svo svakalega vel fyrir á reunion, skólasystramóti frá Löngumýrarskóla.
það er skemmst frá því að segja að þetta var svo langt frá því að "VERA 'EG" að mér leið alveg skelfilega og lærði að ég er gegnsýrð mussu og kögurflaksandi hippakellíng,, semsagt ekkert terelín og dragtarfyrirbæri. Nú myndi einhver frænka mín hugsa kannske segja " verulega ósnyrtileg. en ég verð þá bara að vera það..og líður vel.
'A endanum er ég nú buin að finna fyrir kvöldið ermalausa framsóknargræna blússu með pallíettumunstri framan á og pils sem ég get troðið mér í en er svo þröngt að ég er ekki viss um að geta sest í því. Nú er Lukka í essinu sínu og vill endilega fara í pilsinu. en ég er ekki eins viss. Þá er að draga fram saumavélina og víkka pilsið....
'Eg hef samt smá áhyggjur af Þorrablótinu. að dansa á glerhálu nýja parketinu í félagsheimilinu í kvöld.
Og verða þar að auki að halda nýbrenglaðri hægri löppinni í ákveðnum skorðum...
Doktorinn kvaðst ekki vilja ákveða danshæfni mína fyrir kvöldið í kvöld þegar ég fór til hans í fyrradag...en ráðlagði mér að éta íbúfen og sjá til...
'Eg át eina töflu og svaf það sem eftir var af deginum og alla nóttina og fram á tíu um morguninn svo ég held ég láti það nú vera í dag annars gæti ég sofnað ofan í súrmatinn við borðhaldið það væri nú skandall.
Hákarlinn myndi klessast í andlitið á mér og allir borðfélagarnir skammast sín ógurlega fyrir mig.. Nei þá er betra að láta dópið eiga sig. allavega til morguns.
Við Svana erum búnar að taka þessa hefðbundnu yfirferð á föt fyrir skemmtunina, það hefst alltaf fyrripart dagsins og felst í því að rífa allt sem til er út úr skápum og skúffum og máta og dreifa því út um allt og sjá ekki eina einustu flík sem verandi er í.
Húsið eins og ruslahaugur á eftir,, Við fórum upp á loft hjá mér og rótuðum í fötum og vorum nærri króknaðar við að máta því það er ískalt uppi.
Næsta aðgerð felst svo í því að, rífa fram saumavélina og verja næstu klukkutímum í ´geðveikislegu kapphlaupi við tímann að breyta einhverjum fötum sem við þurfum endilega að vera í.. svo þegar kvöldið nálgast dettum við venjulega og óvænt ofan á....Aha þarna er gamla góða....eitthvað...pils buxur eða blússa . og demba sér bara í því með slæðu eða nælu eða sjal....
Málið leyst. Mjög merkilegt..
'Eg má til með að fara nokkrum orðum um dragtir, það eru merkilegur fatnaður sem aðrar konur eru oft mjög fínar í. 'Eg álpaðist einu sinni til að kaupa mér dragt og það var nú meiri hryllingurinn,,...þeas. ég í dragtinni ...Hún var samt bara fín, og mér fannst að ég þyrfti að koma svo svakalega vel fyrir á reunion, skólasystramóti frá Löngumýrarskóla.
það er skemmst frá því að segja að þetta var svo langt frá því að "VERA 'EG" að mér leið alveg skelfilega og lærði að ég er gegnsýrð mussu og kögurflaksandi hippakellíng,, semsagt ekkert terelín og dragtarfyrirbæri. Nú myndi einhver frænka mín hugsa kannske segja " verulega ósnyrtileg. en ég verð þá bara að vera það..og líður vel.
'A endanum er ég nú buin að finna fyrir kvöldið ermalausa framsóknargræna blússu með pallíettumunstri framan á og pils sem ég get troðið mér í en er svo þröngt að ég er ekki viss um að geta sest í því. Nú er Lukka í essinu sínu og vill endilega fara í pilsinu. en ég er ekki eins viss. Þá er að draga fram saumavélina og víkka pilsið....
3 Comments:
At 3:19 e.h., Nafnlaus said…
ó édúddamía þetta með framsóknarlitinn... Þú lætur þér seint segjast ha ? Annars góða skemmtun og helgi. Sjáumst Halla.
At 3:32 e.h., Nafnlaus said…
Er hún örugglega ekki vinstri græn? Hlakka annars til að hitta þig á blótinu í kvöld og ekki síður að sitja til borðs með yður. :)
At 8:14 e.h., Nafnlaus said…
Það er þessi græni litur sem er svo heillandi annars rann ég á rassinn með þetta og fór í svartri og skræpóttri blússu sem ber mínum lélega fatasmekk ófagurt vitni. allavega er ég eins og fífl í þessu á myndum.
Skrifa ummæli
<< Home