Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, febrúar 09, 2008

Það kom upp í gær sú spurning hví fólk ( ég) fer ekki snemma heim að sofa þegar eru þorrablót..Mér varð nú eiginlega orðfall. 'Eg var að kryfja þetta mál og get bara svarað fyrir mig ,ég held það sé andsk.. nógur tími til að sofa þegar maður er dauður, og rétt að grípa tækifæri til að vera innan um fullt af fólki þegar það gefst, nóg af hundleiðinlegum kvöldum þegar maður húkir dottandi yfir sjónvarpinu horfir á allskonar morð og vesen, OG laugardagur að morgni. Og svo er þarna tækifæri til að vera með hlutverk þegar er vont veður, gaman að keyra fólk heim til sín og í partý og sona. 'Eg er samt sjálf hætt að nenna í partí og er föst undir stýri, en ég sé að aðrir hafa gaman af því. 'Eg hef hinsvegar gaman af að keyra...Jafnvel þó maður lendi við og við á ljósastaurum sem er plantað út um allt og sjást ekki nógu vel í skafrenningi. Besta mál.. Skrítin..Nei nei..

1 Comments:

  • At 11:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    já öllu dettur nú fólki að spekúlera í, og sem betur fer erum við ekki heldur öll alveg eins, nema sumum hæfir það sama og öðrum ekki, mér þykir tildæmis mjög gott að sofa út, þegar ég er í frí. Óg kanski á meðan aðrir vakna snemma til að gera eitthvað, það haf jú allir sína rútínu í lífinu, ekki satt??

     

Skrifa ummæli

<< Home