Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, febrúar 24, 2008

Þá er nú þessi euróvision undankeppni búin og þetta ömurlega lag sem vann og minnti óneitanlega á Vaterloo og GeirmundVall þetta var góður flutningur en svo óendanlega venjulegur og eitthvað svo útþvælt.
Mér fannst fyrsta lagið flottast þar sem píanomaðurinn syngur, en mér finnst ekki spurning að Rebekka og gaurarnir hennar hefðu átt að vera í fyrsta sæti. þau voru svo sérstök , það klikkaði samt eitthvað fyrst í söngnum í gær en nógur tími til að hefla það allt. svo var hænsnið í bleiku buxunum og hælaskónum líka flott og sá í jakkafötunum sem dansaði eins og brjálaður bavíani innan um fígúrurnar. Mér fannst það eitthvað svo Hemúlskt og borin von um að við Hildur fáum hann til að syngja eitthvert "Love me tender í næsta Hólmavíkurkarókíi.
Mér fannst Ragnheiður Gröndal alveg ömurleg, og það hefði nú verið best að sleppa dúkkustelpunni , Magni var mikið betri einn.
Jæja bara hafa gaman af þessu Addi grillaði kótelettur og lærissneiðar í tilefni kvöldsins.

3 Comments:

  • At 7:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hæ ég er ekki búin að nenna að horfa á þetta af því að mér finnst lögin bara ekki par skemmtileg, er því ekkert að pæla í þessu.. Og ég er nokkuð viss um að við komumst ekki langt hvort sem er::::::::::: Veit eiginlega ekki tilhvers við erum að taka þátt í þessu. og ætli ég sé ekki ein af þeim fáu sem nennir ekki að fylgjast með þessu:/en gott að þetta styttir stundir hjá öðrum!!!

     
  • At 6:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    En ég er viss um að grilluðu kótelettur og lærisneiðar hans Adda, hafa verið mjög góðar; hefði alveg viljað vera þarna hjá ykkur.)

     
  • At 10:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það mætti nú bara spyrja til hvers erum við eiginlega að gera eitthvað skemmtilegt, og ég er viss um að þú hefðir haft gaman af þessu. Jæja það er svosem hægt að gera ýmislegt annað, en fyrir þá sem gera ekkert annað er um að gera að nota allt sem til fellur.

     

Skrifa ummæli

<< Home