Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, febrúar 18, 2008

'I gær fór ég heim í Steinó og sá þar í garðinum tvo pínulitla fugla sem líktust músum að stærð og voru grádröfnóttir á skrokkinn og með ferkantaðan skærrauðan koll, ég fletti uppá glókolli í tölvunni og myndir af honum eru þar eins nema kollurinn á þeim í tölvunnier gulur það sem var rautt á hinum, mér er samt nær að halda að þetta sé samskonar fugl,en hafi breytt um lit út af einhverju, (kannske farið til Heiðu), Það var þvílíkt tíst og kjaftagangur í þessum fuglum. EN ég hef aldrei séð svona fugl áður frekar en haftyrðlana í vetur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home