Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, febrúar 10, 2008

Nöldurhornið: Jákvætt í dag, það er búið að vera gufurok í nótt og morgun og skætings snjókorn eitt og eitt. Seltuskánin á bílunum okkar hér við sjóinn hlýtur að vera orðin þónokkuð þykk. 'I gærkvöldi voru haglél sem dundu á gluggunum eins og byssukúlur. JónGísli, Brynja og stelpurnar eru á leið úr Borgarnesi. 'Eg hef símann hjá mér og ætlast til að þau hringi í mig í Brú og segi að það hafi verið gott að fara yfir Holtavörðuheiðina...Það er einn og einn bíll á stangli á leið um götuna. Smáfuglar eru fáir á flögri.
það er notalegast að skríða undir sæng í lopapeysu og buffi með spennandi bók en maður verður nú að taka sér pásur frá því við og við.
Fyrir liggur að fara út og reyna að þétta gluggann undir tröppunum , nú þegar veður hafa staðið beint uppá hann hafa rúðurnar sigið niður í grautfúinn karminn og vantar alveg upphalarana..sjitt...Næsta framkvæmdaskref verður að fjárfesta í nýjum gluggakarmi. Það er svosem ekki stórt, þetta er það sem er svo heillandi við gömlu húsin, maður hefur óteljandi lítil áhugamál sem lífga upp á umhverfið þegar þau eru framkvæmd. Best að bíða ekki lengur með að gá hvenær glugginn fjúki úr hann gæti kannski hangið svona næstu tíu árin.
Það er allt í skralli með girðinar hér utan um lóðina. mér hefur dottið í hug að gera eitthvað frumlegt í girðingamálum í vor Er reyndar með hugmynd, skítt að vorið skuli ekki vera komið.
því verður allavega ekki frestað lengur þetta er allt búið að fjúka og meir og minna súrrað upp með snærum. Mig vantar slatta af gömlum hesta vagnhjólum og er tilbúin að borga fyrir þau. Allt í lagi líka að fá þau gefins ef einhver áhugalaus er að láta þau grotna niður heima hjá sér. Kannske ég ætti að athuga hvort þau eru til hjá Þorbirni á Garðsstöðum.
Það er að lægja og birta til.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home