Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, febrúar 21, 2008

'I dag er sólskin og fínt veður Svana kom með fimmtíulítra plastkassa með loki fyrir mig úr júróprís fjögur stykki og nú er ég búin að pakka niður í þá 200 lítrum af jólaskrauti og sér ekki fyrir endann á því því enn´eru tvær seríur eftir úti og þetta er buið að vera að kaffæra mig hér á efri hæðinni mér til ama og eftir vandlega íhugun er ekki neitt af þessu dóti hæft til útrýmingar.
þetta eru flottir kassar með hjólum og hjólförum á lokunum til að hægt sé að stafla þeim með góðu móti.
það er afar snyrtilegt að verða í gamla skápnum á ganginum þar sem kassarnir standa og nú vantar mig fleiri aðeins minni kassa-- með loki-- því í norðaustan slagviðrum lekur niður í þennan annars ágæta skáp og ekki vill maður hafa fúkkalykt af dótinu,
'Ut í gám fóru tíu pappakassar sumir með drasli í og eftir er að fara í gegn um allskonar dót sem flokka má undir efnivið í föndur og væri fínt að koma því í svona kassa.
Þetta er ekki alveg draumastarfið en nú eru fimmtíu og átta dagar framundan sem verða helgaðir allskonar heilsubótum og þjálfun og síðan verður farið í hina árlegu ferð kvenna í fjölskyldunni þegar við leggjumst út í þrjá daga og enginn fær að vita hvar nema allra nánustu vinir og örfáir ættingjar. Það þýðir ekki að reyna að forvitnast.

2 Comments:

  • At 8:46 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég fæ vonandi nokkrar símhringigar frá ykkur eða sms ef ég kemst ekki, en sjáum til hvernig þetta verður llt saman tíhíi en það er hollt að hafa eithvað skemmtilegt til að hlakka til:)KVEÐJA hANZKA

     
  • At 3:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    settu eitthvað inn á sumarbústaða spjallið það verður að spjallast eitthvað frá þér líka.
    kv mamma

     

Skrifa ummæli

<< Home