Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, febrúar 11, 2008

Veðrið veðrið veðrið.fokking bylur svo allt hverfur í uppskrúfuðum skafrenningi og sól á milli og hvassviðri og alles.. Við Halla fórum í matarboð í gærkvöldi til Sigga sem eldaði mjög ljúffengan kjúkling handa okkur, Ekki slæmt að.. "stytta sér aldur".. með því að skreppa í mat. Fórum svo heim og horfðum á tvær glæpamyndir og Silfur Egils. það var nú algjör hrollvekja.
'Eg varð vör við dularfullt fyrirbæri í dag, sem átti sér upptök í kring um brunninn úr Tobacco Road sem er hér í garðinum mínum. haldiði ekki að það hafi verið komnir smáfuglaskrattar sem heggðuðu sér eins og þeim hebbði verið gefið þarna.
HOHOHO málið upplýstist svo. Siggi bannsettur skúrkurinn játaði að hafa skvett þarna ögn af fuglafóðri.
Hallfríður er rokin norður á Blönduós og ætlar að koma aftur í kvöld, ég heyrði í henni í Staðarskála. og hún sagði að versta færið þangað hefði verið út Tungusveitina. Hmmm skil það nú ekki. Er ekki allt morandi í mokstursbílum hér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home