Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, október 31, 2007

'Eg fann upp nýtt orð í morgun ..Fréttaskítur... er það ekki ágætt þegar fréttirnar eru rætnar og leiðnlegar. Sem betur fer eru þær það nú yfirleitt ekki. Bara misgóðar eða slæmar. það er búið að vera svona veður sem ég hafði í gamla daga mjög gaman af að vera að darka úti í, helst frekar illa klædd til að sjá mætti hversu mikið hraustleikakvendi ég væri, verða snjóug og blaut upp fyrir haus. Nú er af sú tíð en mér þykir gaman að prófa að keyra snjóskafla og þá helst þar sem enginn hefur farið og gera ný för í snjóinn mér tókst að fara hér um staðinn núna einhvern morguninn þegar ég var búin að fara með Brynjar í leikskólann og gera ný för út um allt, búa til áttur á kaupfélagsplaninu og upp hjá félagsheimili. Ekki sá ég eftir bensíninu í þetta en það hvarflaði að mér að einhverjum myndi nú þykja nær að gera eitthvað gagnlegra og gáfulegra. Snjókarlar og kerlingar eru mér ofviða ég get ekki lyft efripörtum þeirra upp.. það væri náttúrlega hægt að hafa bara eina kúlu með haus.
Merkilegt að svona gáfnaljósi skuli ekki hafa dottið það í hug fyrr....Þau voru reyndar alltaf tvær kúlur og haus í gamla daga.. Og dettur mér þá í hug saga ....
Þegar ég var í barnaskóla í Stóra-Fjarðarhorni í den gamle tid, þá var kennt í fundarhúsinu. Þar var stóreflis kolaofn og var húsinu skipt í tvennt með þili og kennt í fremripartinum. Fyrst þegar ég fór í skóla var Þorkell Hjaltason kennari. það var góður kall, hann kenndi mér það sem var hægt að koma inn í hausinn á mér í stærðfræði, mér fannst hún reyndar afspyrnu leiðinleg en annað í skólanum skemmtilegt. Svo potaði hann með blýanti í bakið á mér og sagði "sittu nú bein 'Asdís mín " Eg hef nú samt alla tíð verið gjörn á að setjast og síga saman í hrúgu.Svo voru
teiknitímar sem voru mjög vinsælir. Þorkell átti ógrynni af fallegum myndum sem við máttum draga upp og lita. Þegar ólæti og fíflagangur keyrði fram úr hófi þá var hann vanur að skipta liðinu í tvennt ,Strákar í eitt hornið og stelpur í annað og síðan áttum við að syngja "Ísland ögrum skorið" til skiptis og vita hvor hópurinn gæti sungið hærra. og þarna beljaði hver sem betur gat þar til mesti móðurinn var úr mannskapnum og allir settust stilltir og þreyttir í sín sæti.
Næsti kennari var Torfi Guðbrandsson Það var alveg einstaklega gaman að læra landafræði hjá Torfa fannst mér . það var ferðast á kortinu um 'Island þvert og endilangt, út um alla Evrópu og fleira. Hann kenndi okkur líka alla gömlu útileikina og sá um að enginn væri hafður útundan. Eitt sinn tókst okkur þó að stelast og fremja hrekkjabragð í hádegi, Þannih var háttað að það var ekkert salerni í skólanum en fínasti útikamar algjör listasmíð eftir Hjört á Undralandi. Og þá er ég komin að snjókúlunum aftur. 'Iskrandi af kæti fór hópurinn sem borðaði nestið sitt í skólanum og velti saman snjókúlu sem er í minningunni risastór og tókst að koma henni fyrir dyrnar á kamrinum. Þeir sem ekki voru í hópnum klöguðu náttúrlega athæfið.
Torfi varð ævareiður og fannst þetta ekkert fyndið, það var gerð út lúpuleg herdeild til að eyðileggja kúluna , meðan hinir horfðu hlakkandi á...Það hefði nú kannske farið gamanið af ef einhver hefði þurft á meðan að flýta sér þarna inn.
Hjörtur smíðaði fleiri svona kamra , verst að þeir skuli ekki vera ennþá til fyrir litlar útihátíðir oþh. Ef einhver á mynd!!!

þriðjudagur, október 30, 2007

Það gerist allt svo hægt í tölvunni minni núna . 'Atti það ekki að vera öfugt þegar adsl snobbtengingin væri komin á.

það var skrítið að sjá þennan kolsvarta éljabakka síga inn fjörðinn í gærmorgun hann færðist alveg inn og mér datt í hug að svona skullu veðrin á í gamla daga, en það skall ekkert veður á heldur snjóaði dálítið og fyrir ofan éljabakkann var smá sólskin í skýjunum.

laugardagur, október 27, 2007

Eitt af fallegun ljóðum Megasar:

Tíminn flýgur áfram, og hann teymir mig á eftir sér
Og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer
En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín
Og leiði mig á endanum aftur til þín.

‘Eg sakna þín í birtingu að hafa þig ekki hjá mér
ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér
Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á
En ég sakna þín mest á nóttinni þegar svipir fara á stjá.

Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær
stjörnur í blárri festingunni sem færast nær og nær
‘Eg man þig þegar augu mín eru opin hverja stund
En þegar ég nú legg þau aftur fer ég á þinn fund..

Ekki furða þótt kallinn hafi fengið heiðursmerki á degi íslenskrar tungu.

föstudagur, október 26, 2007

Jæja við Svanhildur rákumst á Síma-Kalla í morgun og nú er komið símasamband hjá þeim og adéessellið hjá mér. það er rúmur mánuður síðan ég var að vesenast með þetta og ef svona gerist ekki í hvelli þá má það aldeilis eiga sig og það vantaði ekki nema herslumuninn á það að ég afpantaði allt draslið fjandans til og væri búin að því ef ég hefði nennt því . kannske kemur letin sér vel....'I einstökum tilfellum.
Vetrardekkin eru komin undir bílinn og ég nennti ekki að setja þau sjálf undir heldur fór með þau á verkstæði. Og nú er snjórinn farinn.

miðvikudagur, október 24, 2007

'I gær keyrði ég hér fram og aftur um staðinn eins og fífl með punkterað afturdekk og tók ekki eftir neinu, Hildur hringdi í mig og sagði mér að sést hefði til mín upp hjá skóla með svona dekk. Það er ekki einu sinni ónýtt en ég fann lítinn og gljáfægðan nagla í því...Það er örugglega ábending til mín frá forsjóninni að fara að drulla nagladekkjum undir bílinn fyrir næstu snjókomu, ég þarf endilega að fara til Reykjavíkur í bíó.

Sævangspúturnar með hinum virðulegu hönum spóka sig á tröppunum í góða veðrinu og heilsa Hrafnhildi sem er með grjónin þeirra

Og svo hitti ég fallega litla stúlku með fallegan lítinn hvolp

Flottasta húsið og veðrið

Pósthúss og sparisjóðsblómin í haustlitunum

Sól skín á bæina í Bjarnarfirðinum

hér koma nokkrar góðviðrishaustmyndir. en þetta er fljúgandi furðudiskur sem sveif yfir Reykjanesinu
Það er alveg merkilegt hvað getur rignt á þessum degi hér . svo er vísast til snjókoma og einhver leiðindi til fjalla, og ekki vildi ég vera að fara norður í 'Arneshrepp í svona rigningu. það er eiginlega ekkert sem hvetur mann til að gera neitt af viti á þessum degi, best að vera bara í hýði eins og skógarbirnir, samt með eitthvað að lesa. Ekki það að ég hafi verið neitt framtakssöm meðan veðrið var betra.

þriðjudagur, október 23, 2007

Ennþá gott veður hér á láglendinu. 'Eg er í framtaksleysiskasti síðan í gær. Fór samt að opna gistihúsið og redda morgunmat fyrir morgundaginn á Kirkjubóli því Ester og Jón eru í Reykjavík og börnin hjá Sædísi, það var ágætt að fá smá tilefni til að rífa sig upp og fá smá hreyfingu í staðinn fyrir að liggja í leti og ómennsku. svo fór ég og horfði á skemmtilegan sjónvarpsþátt hjá Hildi og Adda , Tómas minn er kominn og hann og Brynjar voru að skrifa og teikna. Grápésamjási hafði lent í slagsmálum og var allur krambúleraður að hvíla sig eftir átökin.
Mig dreymdi eintómar gamlar byggingar í nótt ..úr torfi og grjóti og gömlum panel. það er alveg undarlegt hvað mig dreymir af gömlum panel,, heilu húsin.. og þau eru nú ekki öll í fínu standi, og á undarlegustu stöðum.. Og svo eitthvert fólk í fornmannabúningum. Skrítið..

laugardagur, október 20, 2007

Laugardagur tuttugasti október Afmæli Ingu og Gústa.
Alveg indælt veður hlýtt og gott sem aldrei fyrr.
Það er alveg sérstök stemming sem maður kemst í á svona degi, í svona veðri að haustlagi, ég elska hlý veður á hausti, haust eru sá árstími sem mér finnst bestur,
ÞAð er í svona veðri sem manni finnst snjór og kuldi vera víðsfjarri. Rigning í lágmarki og logn eða smá gola. Það var reyndar búið að spá fokking hvassviðri en ég held það komi ekki.
Gamli góði kagginn minn fór út á hauga í morgun Og liggur nú þar staflað ofan á "Skúla" Bensínlaus hjólalaus og með snyrtilega úrbrædda vél....Hann fór í gang og ég tók einn ólöglegan rúnt á honum úti á Skeiði í kveðjuskyni 'Eg hef engan bíl átt svona lengi né verið eins ánægð með að öllu leyti.... snökt snökt. ....En hugmyndir mínar um að gera hann upp fengu hálf slæmar undirtektir, svo ég ákvað að láta þar við sitja. 'Eg kann svosem ágætlega við nýja bílinn minn sem ennþá hefur ekki fengið nafn og þykir mér það slæmt, en Lukka hlýtur að detta niður á eitthvað sætt ef ég þekki hana rétt.

sunnudagur, október 14, 2007

Nú er komið kvöld og mikið rosalega langar mig út á Riis að háma í mig kótelettur í raspi þær eru það besta sem ég fæ..og vera ekki að fara að syngja á eftir...kóteletturnar í gær voru algjört æði....Ohhh ég er viss um að mig dreymir kótelettur það sem eftir er af árinu....mmmmmm ætla að tala við Rísfólkið að hafa kótelettukvöld...Keppni í kótelettugræðgi.. það væri dásamlegt. Allt í lagi að raula eitthvað áður. Og svo....þessu er hérmeð komið á framfæri.. plíííís!!!
Jæja það var ferlega gaman í gær á söngvarókíinu öllu saman algjört þrumustuð, fyrst var tónað yfir börnunum kl eitt eftir hádegi og þar næst matur á Riis og það er ekki ofsögum sagt að þetta var BESTI matur sem ég hef smakkað og FALLEGASTI OG GIRNILEGASTI líka...Og hefur maður þó smakkað bæði góðan og fallegan mat í massavís bæði á riis og víða um landið og miðin og víða erlendis .... þvílík snilld .
Síðan gengu úttroðnir sönggarparnir í Braggann og hófu upp raust sína sem aldrei fyrr, fullt af áheyrendum sem slógu höndum saman og hvöttu liðið sem aldrei fyrr,
Salbjörg lenti í fyrsta sæti með Joleen og Slapp'ðu af og söng fyrir skrifstofu Strandabyggðar..Hærra hærra hærra hææææærrrrra, svo bragginn lyftist af grunninum, hún fékk í verðlaun miða fyrir tvo á jólahlaðborðið á Ríis. Addi fyrir Sauðfjársetrið var í öðrusæti og söng Moondance og Push the button með þvílíkum tilþrifum að maður hafði á tilfinningunni að hann færi niður úr gólfinu við og við, hann var einnig kosinn skemtilegasta sviðsframkoman, og fékkþví Fjóra miða á jólahlaðborðið á Riis vaaá. Flott.
Jón Gústi fyrir Hólmadrang var í þriðja sæti söng eins og engill og best klæddi söngvarinn,vann hug og hjörtu allra með því að taka gítarsóló á hækjuna sína fékk líka miða á jólahlaðborðið. og svo fengu allir rósir, og ekki má nú gleyma Hlíf senm söng fyrir Lækjarbrekku og SiggaAtla hann söng fyrir Strandagaldur, Dóri Jóns það var Vegagerðin, og ég sem keppti fyrir ferðaþjónustuna Kirkjuból, Við sungum af hjartans lyst og fengum ómælt klapp og knús að launum. Bjarni á nú samt veg og vanda af framkvæmdinni, ótrúlega flott og Hólmvíkingar heppnir að hann skyldi flytja hingað með fjölskylduna sína.
'Eg var að hugsa um hvar skyldi Nonni Halldórs hafa verið meðan þetta fór fram hann er nú ekki vanur að láta sig vanta á svona glæsilega söngviðburði með myndavélina sína. það hefur nú varla verið neinn frumhvöðlafnykur af framkvæmdinni.

laugardagur, október 13, 2007

Og nú er það karókíið...Tak áðí..ekki þó of fast....Það er geysigóð stemming ekkert rövl, mikið hlegið, Rískonurnar moka í okkur allskonar góðgæti, súkkulaði með kaffinu öl og ísmolar og risagóðar pitsur sem við hámuðum í okkur. Bjarni er okkar stoð og stytta og Kiddi lagði ljósaleiðslur og lét skína á liðið allavega liti, stóð á öðrum fæti í himinháum stiga gott ef hann gekk ekki neðan í loftinu líka, þá fór nú ákveðin lofthræðsla mín í gang. Nú er generalinn kl eitt fyrir börnin og þá er að standa sig, 'A ekki annars allt sem getur farið úrskeiðis að gera það á generalprufu?''
Yngsti keppandinn okkar fór til Reykjavíkur í gærmorgun og í hjaskaðgerð á hné þar sem fóturinn var styttur doldið og tekið burt brjósk, hann var svo mættur á æfinguna um kl tíu og söng sem aldrei fyrr, algjör nagli..
'Eg gafst upp við að bíða eftir því að adslið kæmist í samband og tengdi bara tölvuna mína við gamla góða örbylgjunetið ég veit reyndar ekki hvað ég gömul og skítblönk konan er að þessu adsl veseni Mig grunar að Lukka sé í einhverju snobbkasti,,Lukka heldur nefnilega að það sé fínna að vera með adsl"
Það verður að reyna að hafa hemil á henni og það getur verið varasamt að láta hana ná yfirhöndinni. Push the button sönglar hún.

miðvikudagur, október 10, 2007

Gúdday my friends and my family. skellti mér á fætur eldsnemma og tók til í skrifstofubákninu.. ótrúlegt hvað er hægt að taka til á stuttum tíma og þarna kom upp úr kafinu ýmislegt sem hefur verið týnt í allt sumar.. Eftir að hafa farið í morgunkaffi í Bjarnarfjörðinn hengslaðist ég upp á sjúkrahús með gítar og þrumaði nokkur ljúf gömul fylleríislög með liðinu þar. Mér fannst verst að ég gleymdi aðallaginu sem ég var búin að ákveða semsagt "Blærinn í laufi " Örugglega eftir Foster gamla góða. 'Eg rakst á símamann frá Hvammstanga í drullupolli hjá Bassastöðum og reyndi að lokka hann heim til mín að tengja adéessellið hann kom með kílómeterslanga símasnúru og festi dótið saman og nú kemst ég ekki á netið og er að bloggast´á vitabrautinni í Adda tölvu. fór á æfingu áðan og kíkti á Riis á flotta Frendtex kynningu og sá geggjaða flöskugræna framsóknarskó sem Lukku langaði í, en það sem passar á vinstri löppina á mér þarf að vera númeri stærra á hægri...'Eg er satt að segja dálítið þreytt á þessarri hægri löpp. Bæði er mér fjandi illt í henni oft ..leggur niður úr gamla hnjask bakinu á mér þessi íllindi og svo er stóratáin örugglega að detta af. Og löppin sjálf eins og hún sé að detta af.
Verð örugglega að fá mér trélöpp, og skal sú vera haganlega útskorin úr rekaviði af Ströndum.
Góða nótt.. Dream a little dream of me... syngur í hausnum á mér og leiðir niður hrygginn og út í hægri löppina. Há fún.

mánudagur, október 08, 2007

Hvað haldið þið að hafi blasað við mér þegar ég kom heim áðan eftir að hafa horft á föstudagsþáttinn af Leiðarljósi og þáttinn í dag hjá Jónu, Já Hvað???? Þórður Sverrisson að laga holurnar í götunni,, Jibbbí,, bara að óskasér og holurnar hverfa...Takk fyrir...'Eg er búin að vera hellings dugleg í dag nenni samt ekki að telja það upp og á eftir að gera helling skemmtilegt til kvölds.
VEÐRIÐ ER LOGN OG HLÝINDI VERÐUR SVOLEIÐIS VONANDI ÁFRAM.
Svo rakst ég á bloggfærslu sem mér fannst svo fyndin að ég fékk algjört hláturskast og það skeður (Gerist)nú ekki oft.. en ég var ein hérna við tölvuna svo það var í lagi.
Það var nebblega imprað á því við mig þegar ég var barn að ég hlægi svo asnalega, svo ég er enn að huxa um að vera ekki svoleiðis asnaleg. Það vantar ekki hégómaskapinn, og enn ef ég lendi í því að hlægja hátt....ekkert mhhhhm.... þá finnst mér allir vera að líta á mig og huxa ferlega hlær þessi kona asnalega...hahahaha.
Það er annars í tísku að stunda hlátursjóga og á það að létta lífið og gera mann glaðan, og ég er ekki frá því að það sé rétt...minnug þess þegar við Salbjörg fengum stóra hláturskastið yfir ÍSAFJARÐARDJÚPINU, Það lá nú við að við dræpumst þá úr hlátri og er það sérlega góð endurminning...það komst nú samt ekki það langt að við sæjum ljósið... Hlíf var með okkur en fannst þetta ekki svona agalega fyndið náði ekki þessu frussi og táraskvettum og emji og endurteknum byrjunum á áðurnefndum texta um Djúpið...Fór svo og setti í þvottavél á meðan þessi hrina gekk yfir og það var agalega fyndið líka.. Eins gott að gömul kona sem hafði ort þetta heyrði ekki í okkur...

sunnudagur, október 07, 2007

Það hefur nú verið fremur fátt til tíðinda hjá mér, Póstur á föstudag og ferlegt regnveður og hvasst, snjókoma á Steingrímsfjarðarheiðinni þegar ég fór yfir hana á heimleiðinni en samt auður vegurinn. Karókíæfing í bragganum um kvöldið .
'A laugardagsmorguninn þegar ég leit út allt hvítt og ca 10 cm snjór, hált á götunum en tók nokkuð fljótt upp. Sólskin og blítt veður við jarðarför og allir mjög fegnir að vonum.
'Ardís birtist síðan um kvöldið og Hildur og Addi buðu okkur í mat, himneska hollustu nammminamm.Og við sátum við spjall frameftir kvöldi. Viktoría hringdi og sagði okkur að kisi væri kominn út í Víkurtún og var sóttur en var eitthvað órólegur, kattarskarnið.
'Ardís var svo hjá mér framyfir hádegi í dag og var leiðbeinandi í innanhússframkvæmdum, 'Eg komst í þvílíkt stuð og fækkaði drasli um tvo risaruslapoka, og þvoði gardínur og hengdi upp..gaman gaman það....'Eg fæ einkunn þegar hún kemur næst eftir TEL AVIV vinnuferðina.
'Eg sótti svo Kisa aftur hann sat við dyrnar hjá Gunnari í Víkurtúninu, Og var ekki par hrifinn að fara aftur í bíltúr.
'Eg þvoði bílinn minn og fór svo heim og í fyrsta GÍGNUM HÉR við steyptagötuendann gusaðist heill fokking drullupollur yfir hann svo hann er jafn skítugur og fyr, og samt fór ég varlega..Shit shit...
Jæja áfram skal haldið í fínisseríngunni , ekkert rövl, það er ekki öllum gefið að búa við steyptar götur.....Svo langar mig að fara að tengja adéessellið er komin með græju og símanúmer fyrir það...

þriðjudagur, október 02, 2007

stjörnumeki og Hrútur(21.mars - 19.apríl)Hrúturinn nálgast kynlífið eins og allt annað í lífinu: hvatvís og kappsfullur. Hann er opinn fyrir öllu en elskhugi hans ætti ekki að spyrja hann um morgundaginn því hann er ekki fyrir kynferðislega einokun.- Sængurver úr silki eða satín eflir hvatir hrútsins- Rómantískur, ástríðufullur, kynferðislegur og lostafullur- Kröfuharður og fyrir honum er rúmið orustuvöllur nánast- Elskhugi hrútsins þarf að þola sálrænt ástand og geta sætt sig við þá orku sem fylgir reiði og ákveðni og ekki síður orku ástarinnar- Líkar vel að skreyta rúmið með óteljandi púðum- Næmur, heiðarlegur og hefur óbeit á uppgerð í rúminu- Þolir ekki að láta sér leiðast- Hann er hvetjandi og drífandi.- Hann tilheyrir eldmerki: trygglyndur og örlátur á atlot og strokur- Hann þarfnast félaga sem er jafn ákveðinn og hann í rúminu .
Þetta eru eiginleikar í hrútsmerkinu sem ég stal af öðru bloggi.

Ekki veit ég nú úr hvaða bókmenntum þetta er komið ,en það lítur útfyrir samkvæmt þessu dókúmenti að hrútar séu ekkert nema ólgandi erótíkusar . Eitthvað er það nú fleira hmm.
Haustlitir úti í náttúrunni ....Þeir eru alveg að fara með mig ... ég er eltandi uppi gula rauða græna og fjólubláa fleti og taka af þeim flottar myndir .....smá klettar með svona skrauti í kring.......flottur drullupollur sem allt þetta og himininn líka speglast í ... tré...lælkjarsprænur ( þær eru reyndar allt árið).... alveg ótrulega magnað.... svona er haustið.....Stundum er þetta alveg yfirþyrmandi fallegt eins og það vaxi einhvernvegin innan í manni í huganum og maður stækkar og verður að risastóru trölli sem muni á endanum springa í loft upp. Svooooflott... núna ætla ég að fara út og taka fleiri myndir. það er alveg æðislegur grastoppur hér fyrir framan galdrasafnið... Bilun.... neeei... það er nú eitthvað annað....mér er bara ómögulegt að lýsa þessu á hógværari máta. Bara að gefa sér tíma til að njóta þess að horfa á þetta.