Haustlitir úti í náttúrunni ....Þeir eru alveg að fara með mig ... ég er eltandi uppi gula rauða græna og fjólubláa fleti og taka af þeim flottar myndir .....smá klettar með svona skrauti í kring.......flottur drullupollur sem allt þetta og himininn líka speglast í ... tré...lælkjarsprænur ( þær eru reyndar allt árið).... alveg ótrulega magnað.... svona er haustið.....Stundum er þetta alveg yfirþyrmandi fallegt eins og það vaxi einhvernvegin innan í manni í huganum og maður stækkar og verður að risastóru trölli sem muni á endanum springa í loft upp. Svooooflott... núna ætla ég að fara út og taka fleiri myndir. það er alveg æðislegur grastoppur hér fyrir framan galdrasafnið... Bilun.... neeei... það er nú eitthvað annað....mér er bara ómögulegt að lýsa þessu á hógværari máta. Bara að gefa sér tíma til að njóta þess að horfa á þetta.
1 Comments:
At 12:54 e.h., Nafnlaus said…
Svona hlutir sem eru til í náttúrunni geta gefið mikið og glatt í leiðinni:) og lífga upp á sálina alla vegna í mér og greinilega í þér líka:)
Skrifa ummæli
<< Home