Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, október 26, 2007

Jæja við Svanhildur rákumst á Síma-Kalla í morgun og nú er komið símasamband hjá þeim og adéessellið hjá mér. það er rúmur mánuður síðan ég var að vesenast með þetta og ef svona gerist ekki í hvelli þá má það aldeilis eiga sig og það vantaði ekki nema herslumuninn á það að ég afpantaði allt draslið fjandans til og væri búin að því ef ég hefði nennt því . kannske kemur letin sér vel....'I einstökum tilfellum.
Vetrardekkin eru komin undir bílinn og ég nennti ekki að setja þau sjálf undir heldur fór með þau á verkstæði. Og nú er snjórinn farinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home