Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, október 08, 2007

Hvað haldið þið að hafi blasað við mér þegar ég kom heim áðan eftir að hafa horft á föstudagsþáttinn af Leiðarljósi og þáttinn í dag hjá Jónu, Já Hvað???? Þórður Sverrisson að laga holurnar í götunni,, Jibbbí,, bara að óskasér og holurnar hverfa...Takk fyrir...'Eg er búin að vera hellings dugleg í dag nenni samt ekki að telja það upp og á eftir að gera helling skemmtilegt til kvölds.
VEÐRIÐ ER LOGN OG HLÝINDI VERÐUR SVOLEIÐIS VONANDI ÁFRAM.
Svo rakst ég á bloggfærslu sem mér fannst svo fyndin að ég fékk algjört hláturskast og það skeður (Gerist)nú ekki oft.. en ég var ein hérna við tölvuna svo það var í lagi.
Það var nebblega imprað á því við mig þegar ég var barn að ég hlægi svo asnalega, svo ég er enn að huxa um að vera ekki svoleiðis asnaleg. Það vantar ekki hégómaskapinn, og enn ef ég lendi í því að hlægja hátt....ekkert mhhhhm.... þá finnst mér allir vera að líta á mig og huxa ferlega hlær þessi kona asnalega...hahahaha.
Það er annars í tísku að stunda hlátursjóga og á það að létta lífið og gera mann glaðan, og ég er ekki frá því að það sé rétt...minnug þess þegar við Salbjörg fengum stóra hláturskastið yfir ÍSAFJARÐARDJÚPINU, Það lá nú við að við dræpumst þá úr hlátri og er það sérlega góð endurminning...það komst nú samt ekki það langt að við sæjum ljósið... Hlíf var með okkur en fannst þetta ekki svona agalega fyndið náði ekki þessu frussi og táraskvettum og emji og endurteknum byrjunum á áðurnefndum texta um Djúpið...Fór svo og setti í þvottavél á meðan þessi hrina gekk yfir og það var agalega fyndið líka.. Eins gott að gömul kona sem hafði ort þetta heyrði ekki í okkur...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home