Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, október 23, 2007

Ennþá gott veður hér á láglendinu. 'Eg er í framtaksleysiskasti síðan í gær. Fór samt að opna gistihúsið og redda morgunmat fyrir morgundaginn á Kirkjubóli því Ester og Jón eru í Reykjavík og börnin hjá Sædísi, það var ágætt að fá smá tilefni til að rífa sig upp og fá smá hreyfingu í staðinn fyrir að liggja í leti og ómennsku. svo fór ég og horfði á skemmtilegan sjónvarpsþátt hjá Hildi og Adda , Tómas minn er kominn og hann og Brynjar voru að skrifa og teikna. Grápésamjási hafði lent í slagsmálum og var allur krambúleraður að hvíla sig eftir átökin.
Mig dreymdi eintómar gamlar byggingar í nótt ..úr torfi og grjóti og gömlum panel. það er alveg undarlegt hvað mig dreymir af gömlum panel,, heilu húsin.. og þau eru nú ekki öll í fínu standi, og á undarlegustu stöðum.. Og svo eitthvert fólk í fornmannabúningum. Skrítið..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home