Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, október 14, 2007

Jæja það var ferlega gaman í gær á söngvarókíinu öllu saman algjört þrumustuð, fyrst var tónað yfir börnunum kl eitt eftir hádegi og þar næst matur á Riis og það er ekki ofsögum sagt að þetta var BESTI matur sem ég hef smakkað og FALLEGASTI OG GIRNILEGASTI líka...Og hefur maður þó smakkað bæði góðan og fallegan mat í massavís bæði á riis og víða um landið og miðin og víða erlendis .... þvílík snilld .
Síðan gengu úttroðnir sönggarparnir í Braggann og hófu upp raust sína sem aldrei fyrr, fullt af áheyrendum sem slógu höndum saman og hvöttu liðið sem aldrei fyrr,
Salbjörg lenti í fyrsta sæti með Joleen og Slapp'ðu af og söng fyrir skrifstofu Strandabyggðar..Hærra hærra hærra hææææærrrrra, svo bragginn lyftist af grunninum, hún fékk í verðlaun miða fyrir tvo á jólahlaðborðið á Ríis. Addi fyrir Sauðfjársetrið var í öðrusæti og söng Moondance og Push the button með þvílíkum tilþrifum að maður hafði á tilfinningunni að hann færi niður úr gólfinu við og við, hann var einnig kosinn skemtilegasta sviðsframkoman, og fékkþví Fjóra miða á jólahlaðborðið á Riis vaaá. Flott.
Jón Gústi fyrir Hólmadrang var í þriðja sæti söng eins og engill og best klæddi söngvarinn,vann hug og hjörtu allra með því að taka gítarsóló á hækjuna sína fékk líka miða á jólahlaðborðið. og svo fengu allir rósir, og ekki má nú gleyma Hlíf senm söng fyrir Lækjarbrekku og SiggaAtla hann söng fyrir Strandagaldur, Dóri Jóns það var Vegagerðin, og ég sem keppti fyrir ferðaþjónustuna Kirkjuból, Við sungum af hjartans lyst og fengum ómælt klapp og knús að launum. Bjarni á nú samt veg og vanda af framkvæmdinni, ótrúlega flott og Hólmvíkingar heppnir að hann skyldi flytja hingað með fjölskylduna sína.
'Eg var að hugsa um hvar skyldi Nonni Halldórs hafa verið meðan þetta fór fram hann er nú ekki vanur að láta sig vanta á svona glæsilega söngviðburði með myndavélina sína. það hefur nú varla verið neinn frumhvöðlafnykur af framkvæmdinni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home