Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, október 10, 2007

Gúdday my friends and my family. skellti mér á fætur eldsnemma og tók til í skrifstofubákninu.. ótrúlegt hvað er hægt að taka til á stuttum tíma og þarna kom upp úr kafinu ýmislegt sem hefur verið týnt í allt sumar.. Eftir að hafa farið í morgunkaffi í Bjarnarfjörðinn hengslaðist ég upp á sjúkrahús með gítar og þrumaði nokkur ljúf gömul fylleríislög með liðinu þar. Mér fannst verst að ég gleymdi aðallaginu sem ég var búin að ákveða semsagt "Blærinn í laufi " Örugglega eftir Foster gamla góða. 'Eg rakst á símamann frá Hvammstanga í drullupolli hjá Bassastöðum og reyndi að lokka hann heim til mín að tengja adéessellið hann kom með kílómeterslanga símasnúru og festi dótið saman og nú kemst ég ekki á netið og er að bloggast´á vitabrautinni í Adda tölvu. fór á æfingu áðan og kíkti á Riis á flotta Frendtex kynningu og sá geggjaða flöskugræna framsóknarskó sem Lukku langaði í, en það sem passar á vinstri löppina á mér þarf að vera númeri stærra á hægri...'Eg er satt að segja dálítið þreytt á þessarri hægri löpp. Bæði er mér fjandi illt í henni oft ..leggur niður úr gamla hnjask bakinu á mér þessi íllindi og svo er stóratáin örugglega að detta af. Og löppin sjálf eins og hún sé að detta af.
Verð örugglega að fá mér trélöpp, og skal sú vera haganlega útskorin úr rekaviði af Ströndum.
Góða nótt.. Dream a little dream of me... syngur í hausnum á mér og leiðir niður hrygginn og út í hægri löppina. Há fún.

2 Comments:

  • At 8:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mér varð nú hugsað til þín þegar Leiðarljós féll niður í dag.... ;)

     
  • At 10:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Oh já hvílík forsómun þarna var ég búin að rjúka heim úr ammælinu hans Ninna og koma mér fel fyrir í flöskugræna leisíbojinum mínum og svo var barasta umræða dauðans vegna orkuveitu fjandans.

     

Skrifa ummæli

<< Home