Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, október 20, 2007

Laugardagur tuttugasti október Afmæli Ingu og Gústa.
Alveg indælt veður hlýtt og gott sem aldrei fyrr.
Það er alveg sérstök stemming sem maður kemst í á svona degi, í svona veðri að haustlagi, ég elska hlý veður á hausti, haust eru sá árstími sem mér finnst bestur,
ÞAð er í svona veðri sem manni finnst snjór og kuldi vera víðsfjarri. Rigning í lágmarki og logn eða smá gola. Það var reyndar búið að spá fokking hvassviðri en ég held það komi ekki.
Gamli góði kagginn minn fór út á hauga í morgun Og liggur nú þar staflað ofan á "Skúla" Bensínlaus hjólalaus og með snyrtilega úrbrædda vél....Hann fór í gang og ég tók einn ólöglegan rúnt á honum úti á Skeiði í kveðjuskyni 'Eg hef engan bíl átt svona lengi né verið eins ánægð með að öllu leyti.... snökt snökt. ....En hugmyndir mínar um að gera hann upp fengu hálf slæmar undirtektir, svo ég ákvað að láta þar við sitja. 'Eg kann svosem ágætlega við nýja bílinn minn sem ennþá hefur ekki fengið nafn og þykir mér það slæmt, en Lukka hlýtur að detta niður á eitthvað sætt ef ég þekki hana rétt.

3 Comments:

  • At 8:46 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég held mig við fyrri tillögu um að bíllinn eigi að heita Herra Gabríel, í höfuðið á þeim hvíta erkiengli og til mótvægis við þann sótsvarta Lúsífer sem þú keyptir ekki.

     
  • At 5:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Því ekki bara Heilagur Gabríel!?
    Kveðja frá
    Jóni Braga

     
  • At 6:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já góð hugmynd drengir mínir þíð eruð snillingar ég var einmitt að lesa ísfólkið þar sem Lúsífer og Gabríel takast á og Gabríel hafði betur. Það væri kannske betra að ferðast á Lúsífer Af því hann FER.. eða heilagur Gabríel fer.....Tíhí

     

Skrifa ummæli

<< Home