Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, mars 30, 2004

Ég fór til Möggu og Guja í kvöld og fékk innflutningsgjöf vegna nýja eldhússins míns, ferlega sæta fugla tvo.
Ég fékk líka kort frá galdrahyskinu mínu í Ítalíuferðinni. það verður gaman að hitta þau þegar þau koma á fimmtudaginn.
Ég fór til Haraldar Dungal læknis í dag og fékk pencillín til að ná úr mér kvefskratta sem hafði hrúgast í mig í síðustu viku, það er alveg frábært að tala við þennan lækni. Svo fær bíllinn minn væntanlega lækningu á morgun (ekki hjá Haraldi) en hann var eftir sig eftir suðurferðina (sko bíllinn), og nú fær hann viðgerð sem ég ætlast til að dugi í næstu suðurferð á fimmtudaginn, og helst til baka aftur síðar.
Ég heyrði í Simma og Dísu í kvöld Þau eru að huxa um að fara vestur á Ísafjörð á laugardag.
Þá er stóru stúdíóferðinni lokið og við Jóna komnar heim, Ég fór í morgun og lauk stóru hringferðinni um landið á kortinu. miðað við að ég hafi lagt af stað suður frá Brú í Hrútafirði suður um land og austur, norður og aftur til Brúar í kílómetrum talið, og að mestu leyti á þrekhjóli heilbrigðisstofnunarinnar + fjallahjólinu mínu og fjórar Kirkjubólsgöngur, ojamm en ekki er nú ætlunin að láta þar staðar numið og halda áfram hinum ýmsu smærri hringferðum með vorinu.

sunnudagur, mars 28, 2004

Nú dámar mér ekki,, í morgun vaknaði ég og enn bætist við fylliríisorðtakasafnið, moldfullur og rorrandi, ojamm ojá,. og nú erum við Jóna litla að leggja á stað á Skagann.. Í gær spurði Jonni varfærnislega að því hvort ég ætlaði að fá lánaðann bíl....
Égverð nú ekki oft hneyksluð en er samt nýbúin að því yfir Einari frænda mínum Indriðasyni Þegar ég keyrði hann í partý, þá bamkaði hann í afturhurðina á bílnum áður en hann settist inn ..þar sem það þurfti alls ekki ..pja.. öllum getur nú sárnað... þetta átti víst að vera fyndið..Ég ætla aldrei að keyra hann aftur nema í neyð..t.d. ef bilar hjá honum... svo þóttist hann HEYRA EITTHVAÐ á leiðinni upp skólabrekkuna...
Mér er spurn ? á hverjum andskotanum ætti ég svosem að fara öðru á Akranes ???? En ég var kurteis við Jonna og mjálmaði Ætlég komist ekki eins og hingaðtil.. En hann var nú að huxa um Jónu svo ég fyrirgaf þetta.....
Skyldi nú Vodafone kagginn fara að taka upp á því að bila nneeeeii . bank bank og 7913. Bless. Bæ Alltílæ..

laugardagur, mars 27, 2004

Ég er búin að fara og hjóla í morgun fór 20 km , Þá á ég eftir 25 km´til að komast aftur í Brú og er þá búin með hringveginn.
það gerist á þriðjudaginn að hringnum verði lokað,, Ég sem hélt að ég yrði heilt ár að þessu þegar ég byrjaði fyrsta desember 2003.... Jibbí, síðan er u áform min að halda til Hólmavíkur og fara vestfjarðahring, síða smærri hringi eins og drangsneshring....o.s.frv.
Og þá eru það orð sem tengjast geðvonsku: dapur, í lægð, langt niðri, fúll, öskufúll , reiður, brjálaður, óður, kolóður , kolvitlaus, arfavitlaus, kolbrjálaður, ævareiður,
Það er skrítið að vakna kl 8 og það er bara sólskin, það er svo stutt síðan var myrkur þegar maður vaknaði.
Ég keyrði barnafólk heim til sín af djamminu í nótt og barnfóstrur heim til sín líka,
Kvefið í mér er á undanhaldi og ekki kem ég til með að sakna þess.Mér tókst að tæla Jónu til að fara með mér á Akranes á morgun,þá heimsækir hún Guðnýju Rún ,og ég fer á fjögursýningu á Kardemommubænum, þar sem Gummó leikur Soffíu frænku og Árný huld er miðaskvísa og rífari, Hanna Sigga ætlar að koma með rútu upp á Skaga og fara með mér á sýninguna.
Svo förum við Hanzka til höfuðstaðarins þar sem ég fer á köttinn með Árdísi í morgunkaffi, og síðan á ég tíma kl tíu á mánudagsmorguninn í stúdíóii, þar sem verða teknar af mér mmyndir vegna sjónvarpsauglýsinga þar sem ég hoppa um á baðströnd og auglýsi bikini, dásamleg tilhugsun. nú svo fer ég í Húsasmiðjuna sem er minn fjórði uppáhaldsstaður í reykjavík. þar er hægt að reika um og láta sig dreyma um allskyns innréttingar. Hinum tveimur stöðunum verð ég víst að sleppa í þetta sinn , en það eru Árbæjarsundlaugin og Múlakaffi, ég tek það fram að Múlakaffi höfðar eingöngu til mín vegnaa græðgi í góðan gamaldags heimilismat
Sundlaugin er fyrir utanáliggjandi þörf mína fyrir að vera niðri í vatni,
Fjórði staðurinn er kolaportið og þangað fer ég til að skoða gamlar bækur og muni, og horfa á stórkostlega breytilega mannlífsflóru.
.Á Gráa Köttinn fer ég fyrir sálina , það er einstaklega notalegur staður.
Nú nú svo förum við Jóna litla aftur norður, og ég fer á næturvakt með fröken Maríu Lovísu. punktur basta.
Uppskrift af pizzu: 2dl vatn, 2dl mjólk, pínu salt og matarolía, 600 gr hveiti, 5 tsk þurrger, hrært saman volgt og látið hífast... flatt út á tvær plötur,, ofaná t.d. pizzumauk, hvítlaukssalt,, skinku eða pepperoni, eða hakk sem búið er að steikja,, ostur yfir að vild....
Varla eru takmörk fyrir þeim lýsingarorðaforða sem er til yfir þá sem búnir eru að innbyrða áfengi í mismunandi mæli. t.d.
Hýr, léttur, rakur, íðí, áðí, hífaður, mildur, puntaður, rykaður, í glasi, ölvaður, rúllandi, slompaður, blekaður, drukkinn, sauðdrukkinn, syngjandi, þéttur, fullur, pöddufullur, moldfullur , rorrandi, Á eyrunum, á sneplunum, á skallanum, á haus, blindfullur, öskufullur, öskublindur, augafullur, útúr, útúrdrukkinn, dauðadrukkinn, dauður, steindauður,
Þetta er það sem ég man eftir svona í fljótu bragði, ef þið vitið um fleiri í orðasafnið þá látið mig vita...

föstudagur, mars 26, 2004

Vaaá það er komin nærri því heil vika og ég hef ekkert bloggað ,það hefur verið svo svakalega gaman að vinna í stóra gjörbyltingarmálinu, Guðjón var að smíða hér á mánudeginum og ég var að rífa innan úr gamla eldhúsinu það var heilt bíllhlass af drasli. Ég er búin að þrífa heilmikið til í kring um framkvæmdirnar, og það er að verða fínt á hinum ýmsustu stöðum, alveg er nú undarlegt hvað er mikið af dóti til að taka til í, eins gott að búa ekki í einhverju risa húsi..
Ég var með Maju á kvöldvöktum þessa viku og þegar ég kom heim var Guji búinn að taka allt ruslið og fara með það á haugana ..Þessi elska.. er gullsígildi..
Það sem er næst á óskalistanum hjá mér er einhver sem þorir að klifra upp í stofugluggann og festa hann því hann er að detta af..... Svo er það málning á stóru stofuna og gólflistar í framhaldi af því...Loftplötur í nýja eldhúsið mitt og einhver til að festa þær.... Seinna langar mig að fá smá efri skápa og eldhúsviftu ég hef aldrei átt eldhúsviftu....
Jú og svo er það sumarbústaður með moldargólfi og hlóðum .......Það er Lukka sem á þá hugmynd...
Eitt enn, það þarf að rétta af dyrakarminn kring um ganghurðina svo það sé hægt að loka henni, það er svo druslulegt að hafa hana alltaf hangandi opna.

sunnudagur, mars 21, 2004

Á neikvæðu nótunum: Aldrei hefði ég trúað því að maður ætti eftir að skammast sín fyrir að vera íbúi í Broddasneshreppi, en það gerðist einmitt í síðustu viku þegar ég var að hlusta á útvarpið flytja fréttir frá hreppsnefndinni þarna í hrepp, Hvað er eiginlega að. ...? hver er andskotans meiningin eiginlega?.. og því hafa margir verið að velta fyrir sér þessa dagana. "Þeir segja það " sagði Þórður á Undralandi oft, blessaður kallinn. Já Undralandið Já Undralandið....Það er nú það...
Ég þarf að gera við vöfflujárnið mitt snúran á því er alveg viðbjóðsleg.
Ég hringdi í Árdísi í gær, hún var að rölta um úti í Dublin.
Það er smá snjór úti.
Hrafnhildur og Haddi verða með fermingarveisluna hans Jóns Arnar í Sævangi, vonandi verður fótboltaveður Svo hægt verði að fara í bolta fermingarbarninu til heiðurs, eins gott að taka takkaskóna með. Það eru ekki takmörk fyrir því sem maður hlakkar til.
Í dag er föstumessa í kirkjunni og dagurinn byrjaði vel Hrafnhildur mín kom í heimsókn í morgunkaffi í nýja eldhúsinu, og skoðaði byltingarframkvæmdirnar og fannst vel hafa til tekist, sem og er. Svo er nú úrslitakeppni spurningakeppninnar í kvöld gaman gaman.
Búin að fara á námskeið íáætlanagerð og fjármálastjórnun, búin að fara á bingóið, passaði herra Brynjar Frey meðan Addi og Hildur fóru á Leikæfingu og við skemmtum okkur dável, ég bjó til mús fyrir kattarskarnið og Brynjar geystist fram og aftur með músina og skottuna á eftir. þetta var í gær ,.

miðvikudagur, mars 17, 2004

Á morgun verður byltingunni miklu áfram haldið , annað kvöld er árshátíð skólans og ég hlakka til, á föstudag er námskeið í Sævangi og ég ætla á það og Birna ætlar með mér, á laugardaginn er bingó hjá eldriborgarafélaginu og á sunnudaginn er úrslitakvöld spurningakeppninnar, ÞAð væri synd að segja að það sé ekki alltaf eitthvað spennandi að gerast hér.
ég datt inn á leikfélagsæfingu í gærkvöldi og þar var nú fjör...
Mér tókst að setja upp vask í gamla eldhúsinu og leggja í hann vatn og frárennsli og nú er ég að þvo upp í honum.Guðbjörg kom í heimsókn og við rifjuðum upp gamla daga. Jón Gísli kom líka og var bjartsýnn á framhald bvltingarinnar, Áfram verður haldið á morgun ef Guð jón lofar. Allt sem ég hafði áhyggjur af í gærkvöldi er nú fyrir bí. tí hí hí...
Talaði við Simma bróðir í gærkvöldi, hann var hinn hressasti en er í rannsóknum og sagðist koma vel út úr þeim,gott mál það.
krossbölv...AAArgh og sveiattan... það á ekki við mig að argast í fólki að gera eitthvað.... Verst að geta ekki gert allt sjálf...
en ég vildi óska að allir væru eins og Guji frændi, hann er ótrúlega indæll og góð persóna... ég meina mér líður aldrei eins og ég sé fífl þegar hann er nálægt... það er gaman að vinna með honum... við erum nú systkinabörn og mér finnst ég vera soldill " Guðjón inn við beinið" eins og stendur í kvæðinu , það er bara svo djúpt á beininu....

mánudagur, mars 15, 2004

Ég er búin að liggja í´að klára gólfið,og búin að bera á það "rustigt" olíu. það er gaman að horfa á það.
Ég hef svo verið alla helgina að undirbúa stóraðgerðir eldhúsfærslunnar og fyrsta aðgerð í verkefninu hófst í dag. og komst ótrúlega langt, Guðjón fór hamförum í smíðunum. allt tilbúið fyrir rafmagn og vatnslögn, Því nú er ekki hægt að elda og þvo upp kannske verð ég hungurmorða og óuppþvegið leirtau út um allt. Ég ætla rétt að vona að rætist úr því fljótt og vel...

þriðjudagur, mars 09, 2004

Vaknaði eldsnemma og kláraði að fræsa gólfið , jibbí, ryksugaði það með tveimur ryksugum, og frestaði frekari aðgerðum til morguns, fór svo og vann með Maríu frá kl.11.oo til kl. 23.oo.

mánudagur, mars 08, 2004

Nú er kominn vinnudagur, og áfram með stofugólfið. Jói frændi ætlar að lána mér græju til að fullkomna verkið.
Ég fékk hugmynd til að leysa fjárhagsvanda...
Og það var fjör !!!!! þeir sem unnu voru: BITRUNGAR, STRANDAGALDRAMENN, HÓLMADRANGUR,og SKRIFSTOFAN sem var hnífjöfn við bókasafnið en vann í bráðabana.
Gaman var þetta og fullt af glöðu fólki, en Brynjar minn var með hita og Hildur var með hann heima, Svana var í staðinn sem tímavörður.
Mér finnst svo hræðilegt þegar lítil börn eru með hita.
Ég hefði nú líka alveg viljað að okkar lið ynni keppnina, en það er fjarri mér að gera mér rellu út af því.
það reynir á í lokaslagnum. Þá verða hinir traustu liðsmenn Jóns í Göldrum, Maggi og Lói, farnir til Ítalíu og ekki vitað hverjir koma í stað þeirra í úrslitunum.

sunnudagur, mars 07, 2004

Og nú er það stóra spurningin .. Hver vinnur spurningskeppnina í kvöld ??? það verður fjör.....
Í morgun fór ég svo og hjólaði, það veitti nú ekki af að liðka boddíið eftir gærdaginn,púff.... Á eftir því reyndi ég svo að þvo Spacevagninn með volgu vatni, það gekk ekki vel, það var svo fast á honum, og þar að auki held ég að öll sú tjara sem spýtst hefur upp úr veginum á milli Kirkjubóls og Hólmavíkur hafi klínt sér að mestu utan á þennan bíl, gaman að setja á hann tjöruhreinsi og vita hvað kemur í ljós, Vodafonekagginn tók stökkbreytingu þegar ég setti snona á hann fyrir ári síðan.
Jamm þá er nú góugleðin frá og er það gott þetta var herjans púl. maturinn var í toppklassa eins og við var að búast, B.G. og Magga voru líka í toppklassa. það var gaman að vera þarna með Adda, Hildi, Hadda, Jóni, Ester, Svönu og Nonna, og Lilla frænda. Og svo auðvitað fullt af indælu og skemmtilegu fólki öðru, Skemmiatriðin voru skondin og skemmtileg, nema eitt atriði smá púkó, kallarnir kátir og flottir og pínulítið hífaðir það er upp á sviðsskrerkkinn og tilheyrir góunni.

laugardagur, mars 06, 2004

Nú er ég búin að vera í sex klukkutíma að slípa stofugólfið og þvílíkt ryk.
þá er að skola af sér óþverrann og leggja niður vinnu í dag.
Og í morgun fór ég í ræktina og hjólaði, og tók svo til óspilltra málanna við að slípa gólfið. og þegar ég var búin með eina fjaðraskífu kom í ljós að Jón Gísli minn átti aðra sem hann sótti og lánaði mér. Jórunn kom í heimsókn og brá í brún þegar ég kom til dyra svona rykug..TÍHÍHÍ.
Svo er Góugleði í kvöld og þar skal tjúttað og trallað ...Ekki samt með Geirmundi Valla eins og stendur í ljóði þeirra Arnars og Brynjars frá gamalli tíð. viðlagið var svona:
Allir á ball, allir á ball allir á ball með Geimundi Valla.....
Nú er laugardagur og ég sit hér og hef aldrei litið eins óþrifalega út á minni lífsfæddri æfi nema í sótbardaganum mikla á aðfangadag 1962. Sko... í gær þá fékk ég svona atorkukast... og byrjaði á því sem ég er búin að hugsa um í mörg ár og ekki þorað að framkvæma af því að ég hef haldið að ég gæti það ekki..
Ég tók teppið af stofugólfinu og síðan gamlan brúnan gólfdúk sem var undir því, sem betur fer var hann ekki límdur,
og SJÁ undir þessu komu þessi sallafínu gólfborð í ljós....
Sko þaað sem hefur haldið aftur af mér líka var það að ég hélt að ég yrði að setja nýtt gólf, og ég vil ekki parket heldur gamaldags trégólf sem passar í þetta gamla hús.
Það eru alltaf einhverjir eins og englar af himnum sendir og í þessu tilfelli komu Lilli frændi og Addi og báru fyrir mig nokkra þunga hluti ém ég hefði átt erfitt með að fást við sjálf, og svo keyrði Lilli fyrir mig allt draslið sem ég var búin að henda út og fór með það í gám.

fimmtudagur, mars 04, 2004

Ég skil ekki af hverju ég hef ekki bloggað í gær hmmm, Getur verið að það hafi ekkert gerst ?
Á þriðjudagskvöld var gospelmessa í kirkjunni, stutt gaman en skemmtilegt, mér finnst samt að kirkjukórinn hefði átt að standa fyrir framan okkur og snúa andlitunum að okkur hinum, þau sungu svo skemmtilega og þá hrífast allir með. þ.e. ef maður sér framan í þau....
í gær var allskonar bankaves í gangi og greiðsla reikninga, ég fór of geyst í því greiðsluæði, og er með allt of lítið eftir fyrir bruðl marsmánaðar, það er svosem ekki nýtt fyrirbæri, svei og fjandinn...nú ég eyði því þá ekki í óþarfa á meðan.
Í morgun þegar ég kom úr vinnunni var svo æðislega gott veður að ég stóðst ekki mátið og fór í langa gönguferð, labbaði af Skeiðinu og út að Kartöflugarði Esterar hérna megin við Sævang, ég ætlaði að labba alveg að Kirkjubóli og fara með Adda þegar hann færi heim í hádeginu, en var ekki komin lengra þegar ég mætti honum og Tómasi,.
þetta var samt prýðilegt.
heim komin fór ég í sjóðandi heitt froðubað og bakaði svo kleinur fyrir bókasafnskvöldið. þær átust alveg ágætlega. Það var gaman á bókakvöldinu að vanda.

mánudagur, mars 01, 2004

Takk kærlega fyrir góð orð Siggi minn Atlas. Ég les nú líka bloggið þitt. alveg er þetta nú frábær uppfinning og þú ert alveg frábær. Afar gott að þekkja fólk eins og þig. EN....... Nú vil eg fara að sjá SKAÐSEMINA aftur, það þýðir ekkert fyrir menn sem eru alltaf að kveða niður drauga að þykjast ekki geta vakið upp smá leikþátt...þetta er eins og með Hellisbúann, Bara skemmtilegra og hananú.
Já ég gleymdi því að það eru 25 km frá Steinadal að Kirkjubóli.
Meiri hreyfing, meiri hreyfing...Ég hjólaði inni í morgun 15 km, fór svo ásamt Jóni, Dagrúnu og Arnóri. í Steinó og sótti fjallahjólið mitt. Eftir að hafa hámað í mig tvær vöfflur með smjöri og kanelsykri, (sem vakti ómældan viðbjóð hjá Svönu og Nonna) (þau ættu bara að prufa)--hjólaði ég inn að Kirkjubóli en Jón kom á kagganum mínum með börnin.
Ég hitti Hadda og Hrafnhildi og Jón Örn sem voru að koma frá Akranesi, Þau gáfu mér nammi og brunuðu svo áfram.
Ég mætti líka Möggu Vagns, hún var að fara á námskeið til Reykjavíkur hress að vanda.
Það var nú aldeilis gott að koma á Höfðagötuna og skella sér í sjóðandi heitt freyðibað eftir þetta streð.
Veðrið er svo gott að ég stóðst ekki mátið og þrammaði út að banka í myrkrinu,,Þ.e. K.B. banka...hehe.. ég fór ekki út og bankaði í myrkrinu Tíhíhí. Nei nú held ég að það sé best að fara í rúmið með mergjaða glæpasögu (grín) ég gleypi bara í mig væmnar ástarvellusögur um þessar mundir. þær eru reyndar með glæpaívafi..mjög uppbyggilegt. mmhhaha.