Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, mars 08, 2004

Og það var fjör !!!!! þeir sem unnu voru: BITRUNGAR, STRANDAGALDRAMENN, HÓLMADRANGUR,og SKRIFSTOFAN sem var hnífjöfn við bókasafnið en vann í bráðabana.
Gaman var þetta og fullt af glöðu fólki, en Brynjar minn var með hita og Hildur var með hann heima, Svana var í staðinn sem tímavörður.
Mér finnst svo hræðilegt þegar lítil börn eru með hita.
Ég hefði nú líka alveg viljað að okkar lið ynni keppnina, en það er fjarri mér að gera mér rellu út af því.
það reynir á í lokaslagnum. Þá verða hinir traustu liðsmenn Jóns í Göldrum, Maggi og Lói, farnir til Ítalíu og ekki vitað hverjir koma í stað þeirra í úrslitunum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home