Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, mars 01, 2004

Meiri hreyfing, meiri hreyfing...Ég hjólaði inni í morgun 15 km, fór svo ásamt Jóni, Dagrúnu og Arnóri. í Steinó og sótti fjallahjólið mitt. Eftir að hafa hámað í mig tvær vöfflur með smjöri og kanelsykri, (sem vakti ómældan viðbjóð hjá Svönu og Nonna) (þau ættu bara að prufa)--hjólaði ég inn að Kirkjubóli en Jón kom á kagganum mínum með börnin.
Ég hitti Hadda og Hrafnhildi og Jón Örn sem voru að koma frá Akranesi, Þau gáfu mér nammi og brunuðu svo áfram.
Ég mætti líka Möggu Vagns, hún var að fara á námskeið til Reykjavíkur hress að vanda.
Það var nú aldeilis gott að koma á Höfðagötuna og skella sér í sjóðandi heitt freyðibað eftir þetta streð.
Veðrið er svo gott að ég stóðst ekki mátið og þrammaði út að banka í myrkrinu,,Þ.e. K.B. banka...hehe.. ég fór ekki út og bankaði í myrkrinu Tíhíhí. Nei nú held ég að það sé best að fara í rúmið með mergjaða glæpasögu (grín) ég gleypi bara í mig væmnar ástarvellusögur um þessar mundir. þær eru reyndar með glæpaívafi..mjög uppbyggilegt. mmhhaha.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home